Gríðarlegur áhugi erlendra háskólahópa er á Sjávarklasanun, allt árið um kring og reglulega koma hópar víðsvegar frá erlendum háskólum. Í desember komu í heimsókn um 30 MBA nemendur frá Rotterdam School of Management í Hollandi, sem leggja sérstaka áherslu á sjálfbærni. Heimsóknin til Sjávarklasans var hluti af vikudvöl hópsins á Íslandi en Sjávarklasinn er í miklu samstarfi við háskóla víða um heim. Fyrir hópnum fór Þröstur Olaf Sigurjónsson, prófessor hjá Háskóla Íslands. Hópurinn fékk kynningu á starfsemi Sjávarklasans og frumkvöðlafyrirtækjunum Optitog, Navis, ThorIce og Marea þar sem fjallað var um nýsköpun á sviði sjálfbærni og spennandi umræður mynduðust í lokin.