Íslenski sjávarklasinn er drifkraftur nýrra hugmynda og stuðlar að öflugu samstarfi fyrirtækja og frumkvöðla í sjávarútvegi og haftengdri starfsemi. Með sterkari tengingum og samvinnu opnast ný tækifæri til nýsköpunar og atvinnusóknar til framtíðar.

Kaffi með fiskikollageni í útskrift Sjávarakademíunnar

Kaffi með fiskikollageni, skartgripir úr hafinu, niðursoðinn þorskur og hreinsun hafsins voru meðal lokaverkefna nemenda á fyrsta námskeiði Sjávarakademíunnar sem lauk nýverið í Húsi sjávarklasans. Á námskeiðinu fór fram frumkvöðlaþjálfun og farið yfir stofnun fyrirtækja og vöruþróun. Þá voru nemendur kynntir fyrir ýmsum frumkvöðlum og starfsemi þeirra og heimsóttu nemendur fyrirtæki, sem tengjast bláa hagkerfinu,... Read More

Fimmti sjávarklasinn utan Íslands stofnaður

Samstarf Íslendinga og Færeyinga í nýsköpun í sjávarútvegi eflt. Færeyski sjávarklasinn var nýverið stofnaður og hafa Færeyski sjávarklasinn og Íslenski sjávarklasinn skrifað undir samning um samstarf klasanna. Í samningnum hyggjast klasarnir efla samvinnu sín í milli og stuðla að auknu samstarfi frændþjóðanna á öllu er við kemur bláa hagkerfinu.   Íslenski sjávarklasinn mun liðsinna Færeyska... Read More

Fyrsta fulsupartí Íslandssögunnar

Í dag var fyrsta fulsupartí Íslandssögunnar haldið í Húsi sjávarklasans. Gestir gæddu sér á dýrindis fiskipulsum sem eru hugarfóstur Loga í Hafinu og renndu þeim niður með fiskikollagen drykknum Collab frá Feel Iceland og Ölgerðinni. Á meðal gesta var Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra og kunni hann vel að meta fulsuna. Feed the viking og Bifröst... Read More

Fyrsti dagur Sjávarakademíunnar

Í dag var fyrsti dagur sumarnámskeiðs Sjávarakademíunnar og gekk hann með prýði. 16 nemendur skráðu sig á námskeiðið og koma þau úr ólíkum áttum með mismunandi bakgrunn. Það verður gaman að fylgja hópnum næstu vikurnar og sjá þau nýta styrkleika hvers annars í verkefnavinnunni. Til að gera vel við okkur fyrsta daginn fórum við saman... Read More
PÓSTLISTINN

Skráðu netfangið þitt hér til að skrá þig á póstlista okkar.

FRÉTTAÁSKRIFT
Skráðu netfangið þitt til að fá nýjar fréttir héðan í pósthólfið.