Græn tækni sem íslensk tæknifyrirtæki bjóða fyrir fiskiskip var kynnt á ráðstefnunni Maritime Business Opportunities 2015 sem haldin var í Álaborg dagana 4.-5. mars. Á ráðstefnunni voru kynntar ýmsar umhverfisvænar tæknilausnir fyrir skipaiðnaðinn. Þór Sigfússon sagði í erindi sínu að Norðurlandaþjóðirnar ættu að taka sig saman og smíða eins konar „Teslu“ fiskiskipa; framúrskarandi fiskskip sem væri samansafn af þeirri grænu yfirburðatækni sem löndin byggju yfir.

Íslendingar hafa yfir að ráða ýmsa tækni í vinnslu um borð, veiðarfærum og vindum, stýringum, kælingu ofl. sem er af hæstu gæðum og umhverfisvæn. Þegar ofan á bættist þróun í rafhlöðum í Svíþjóð og ýmis græn tækni sem komin er fram í Noregi og Danmörku, m.a. í tengslum við nýtingu annarra orkugjafa og hönnun á flutningaskipum, séu klárlega til staðar tækifæri til að efla samstarf. Steen Sabinski framkvæmdastjóri Maritime Development Center of Europe sagði í lok fundarins að efla ætti samstarf norrænna og bandarískra tæknifyrirtækja m.a. á þessu sviði