This is a single blog caption

Fundur menntahóps haldinn hjá Marel

Fimmtudaginn 28. júní síðastliðinn var haldinn fundur með menntahóp Íslenska sjávarklasans hjá Marel. Menntahópurinn samanstendur af fulltrúum þeirra háskóla, menntaskóla og annarra stofnana hér á landi sem bjóða upp á nám eða verkefni í sjávartengdum greinum. Aðdragandi fundarins var sá að undanfarna mánuði hefur sjávarklasinn unnið saman með þessum fulltrúum um hvernig megi hvetja fólk í nám í sjávartengdum greinum. Úr þeirri vinnu spruttu tvö verkefni sem eru komin nokkuð vel á veg og var staða þeirra verkefna kynnt af sumarstarfsfólki klasans.

Fundurinn gekk vel og komu fram góðar umræður um framhald verkefnanna meðal starfsmanna Marel og þeirra fulltrúa sem sátu fundinn. Á meðfylgjandi mynd má sjá hluta af hópnum sem fylgdist ákafur með meðan á kynningunum stóð.