Hvaða hlutverki gegna fiskihafnir í „bláa hagkerfinu“, þeirri vaxandi starfsemi sem umbreytir auðlindum hafsins í lyf, fæðubótarefni, lækningavörur og aðrar verðmætar afurðir? Við þessari spurningu er ekki auðsótt svar, en færa má rök fyrir því að fyrsta skrefið sé að kortleggja hvort tvegga, fiskihafnir og aðra þátttakendur hins bláa hagkerfis. Íslenski sjávarklasinn hefur unnið kortlagningu á...
Grandi mathöll er með níu götu bita staði (street food) og er mathöllin staðsett á neðrihæð Sjávarklasans að Grandagarði. Staðirnir bjóða upp á frumlega rétti með áherslu á íslenskt hráefni. Þeir flæða mjög vel saman við grænmetisverslun á staðnum og kaffi- og vínbar. Nálægðin við sjóinn er einstök og alveg eins víst að gestir upplifi löndun...
Iceland Fish & Ships er nýtt markaðs- og kynningarefni fyrir íslensk fyrirtæki í sjávarútvegi, fiskvinnslutækni, skipahönnun og öðrum hliðargreinum sjávarútvegsins. Með Iceland Fish & Ships er ætlunin að kynna undir einni regnhlíf allt það besta sem íslensk fyrirtæki hafa upp á að bjóða í ólíkum geirum sjávarútvegsins.
Hlemmur er fyrsta mathöllin á Íslandi, stofnuð 2017. Á Hlemmi getur fólk nálgast ýmiskonar matvöru, sælkeravöru og veitingar til að njóta á staðnum eða til að taka með heim til að elda. Við leggjum upp úr fjölbreytni, metnaði og sérstöðu verslana og veitingastaða. Á Hlemmi er lifandi markaðsstemning þar sem gestir versla við kaup- og...
Flutningafyrirtæki innan Íslenska sjávarklasans standa að ráðstefnunni Flutningalandið Ísland sem haldin hefur verið í Hörpu ár hvert undanfarin ár. Þar koma saman flutningafyrirtæki, hafnir og aðrir úr atvinnulífinu til að ræða tækifæri og áskoranir í flutningum hér á landi. Fyrirlesarar hafa m.a. komið frá Rotterdamhöfn, Royal Arctic Line, MIT og Kenan-Flagler Business School.
Í janúar ár hvert stendur Íslenski sjávarklasinn fyrir svokölluðum Verkstjórafundi sem er nokkurs konar ráðstefna og stefnumót fyrir verkstjóra í sjávarútvegsfyrirtækjum. Tilgangur Verkstjórafundanna er að efla tengsl verkstjóra í fiskvinnslu hér á landi, ræða breytingar í greininni og skiptast á hugmyndum um bætta vinnslu og vinnsluaðferðir, vinnubrögð í mannauðsmálum, öryggismál og fleira.
Á síðastliðnum árum hefur umferð skemmtiferðaskipa til Íslands aukist verulega. Flavour of Iceland er samstarfsverkefni TVG-Zimsen og Ekrunnar um kynningu á íslenskum matar- og drykkjarvörum fyrir skemmtiferðaskip. Verkefnið varð til á vettvangi Íslenska sjávarklasans.
North Atlantic Ocean Cluster Alliance (NAOCA) er samstarfsverkefni sjávarklasa í sjö löndum á Norður-Atlantshafi. Til verkefnisins var stofnað að frumkvæði Íslenska sjávarklasans.
Tíu tæknifyrirtæki innan Íslenska sjávarklasans hafa hafið þróun á íslenskri leið í hönnun fiskskipa. Hingað til hefur skort á að tæknifyrirtæki hérlendis geti boðið útgerðum heildarlausnir við hönnun og frágang fiskiskipa en nú stendur til að breyta því.
Íslenski sjávarklasinn hefur staðið fyrir kynningum á íslenskum sjávarútvegi og tengdum atvinnugreinum fyrir nemendur 10. bekkjar grunnskóla. Yfir 2.500 nemendur á höfuðborgarsvæðinu hafa fengið kynningu frá okkur.
Codland er fyrirtæki sem varð til á vettvangi Íslenska sjávarklasans. Codland er fullvinnslufyrirtæki sem hefur það að markmiði að fullnýta allt aukahráefni sem fellur til við hefðbundna fiskvinnslu þorsks til verðmætrar framleiðslu.
Margildi sérhæfir sig í heildarlausnum við framleiðslu lýsis, omega-3 fitusýra og próteina úr uppsjávarfiski. Fyrirtækið hefur verið þróað í Húsi Sjávarklasans og á samstarf við ýmsa samstarfsaðila klasans.
Íslenski sjávarklasinn hefur leitt saman líftæknifyrirtæki og greitt götu þeirra á Bandaríkjamarkaði og í leit að fjárfestum. Í október 2014 fór hópurinn til Boston á vegum Íslenska sjávarklasans og hitti þar fjárfesta, fyrirtæki, ráðgjafa og vísindamenn.
Ocean Excellence er fyrirtæki sem varð til á vettvangi Íslenska sjávarklasans árið 2012 gegnum samstarf Íslenska sjávarklasans, Mannvits, Sameyjar og Haustaks. Ocean Excellence selur ráðgjöf og tæknilausnir til fullvinnslu sjávarafurða erlendis.
Undirbúningur að stofnun systurklasa Íslenska sjávarklasans í Bandaríkjunum, New England Ocean Cluster, stendur yfir. Klasinn verður staðsettur í Portland, Maine.
Ankra er fyrirtæki stofnað árið 2013 með aðsetur í Húsi sjávarklasans. Hugmyndin að fyrirtækinu er komin frá Íslenska sjávarklasanum. Ankra þróar og selur fæðubótarefni og snyrtivörur sem meðal annars eru framleiddar úr fiskiroði.
Green Marine Technology er sameiginlegt markaðsverkefni tíu íslenskra tæknifyrirtækja sem bjóða umhverfisvænar og orkusparandi tæknilausnir fyrir sjávarútveg.
Íslenski sjávarklasinn hefur um árabil unnið að rannsóknum á hráefnanýtingu í fiskveiðum og fiskvinnslu á Norður-Atlantshafi. Markmið rannsóknanna er að stuðla að bættri nýtingu hráefnis og aukinni verðmætasköpun í sjávarútvegi.