Íslenski sjávarklasinn er drifkraftur nýrra hugmynda og stuðlar að öflugu samstarfi fyrirtækja og frumkvöðla í sjávarútvegi og haftengdri starfsemi. Með sterkari tengingum og samvinnu opnast ný tækifæri til nýsköpunar og atvinnusóknar til framtíðar.

Sjávarakademían

Sjávarakademía Sjávarklasans Opið fyrir umsóknir á næstu önn.Umsóknarfrestur til 20.janúar Námið er ein önn og markmiðið að veita markvissa fræðslu og þjálfun fyrir fólk, sem hefur áhuga á að nýta þau tækifæri sem felast í bláa hagkerfinu hérlendis.Áhersla námsins er á að efla þekkingu á hráefni og vörum sem tengjast hafinu, vöruþróun, fjármögnun og rekstri,... Read More

ÚR styrkir frumkvöðlastarf Íslenska sjávarklasans

Útgerðarfélag Reykjavíkur hf. og Íslenski sjávarklasinn hafa undirritað samning um áframhaldandi samstarf. ÚR verður einn af aðalstyrktaraðilum Íslenska sjávarklasans og styður sérstakleg við frumkvöðla sem eru að stíga fyrstu skrefin við að þróa nýjungar í hafsækinni starfsemi. Samstarfssamningurinn er liður í stefnumótun ÚR sem miðar að því að víkka starfsemi félagsins og vinna að nýsköpun... Read More

Getum við hafið meiri fullvinnslu á eldislaxi hérlendis?

Í nýrri greiningu Sjávarklasans er velt upp spurningunni hvernig auka megi fullvinnslu á laxi hérlendis og hvaða þýðingu það geti haft fyrir íslenskt atvinnulíf. Bent er á að Íslendingar hafi náð afgerandi forystu á heimsvísu í nýtingu hliðarafurða á hvítfiski og eðlilegt sé fyrir Íslendinga að nýta íslensku vinnslukeðjuna til að gera hið sama með... Read More

Nám sem tengist bláa hagkerfinu

Helstu niðurstöður í nýrri greiningu Sjávarklasans um nám sem tengist bláa hagkerfinu: Aðsókn í háskólanám tengt sjávarklasanum á Íslandi hefur lítið breyst undanfarin 5 ár eftir umtalsverða aukningu árin þar á undan. Miðað við þau tækifæri, sem Sjávarklasinn hefur hnykkt á að liggi í bláa hagkerfinu, þá þarf töluvert meiri aðsókn í nám tengt því til að... Read More
PÓSTLISTINN

Skráðu netfangið þitt hér til að skrá þig á póstlista okkar.

FRÉTTAÁSKRIFT
Skráðu netfangið þitt til að fá nýjar fréttir héðan í pósthólfið.