Íslenski sjávarklasinn er drifkraftur nýrra hugmynda og stuðlar að öflugu samstarfi fyrirtækja og frumkvöðla í sjávarútvegi og haftengdri starfsemi. Með sterkari tengingum og samvinnu opnast ný tækifæri til nýsköpunar og atvinnusóknar til framtíðar.

Hönnun ASK arkitekta á Húsi Sjávarklasans er hluti af Hönnunarmars 2017

Á sýningu í Hörpu gefur að líta skemmtilega sýningu á verkum arkitekta og er Hús sjávarklasans sýnt í því skyni. Arkitektar hússins, ASK, sýna verkið.  Það samfélag sem byggst hefur upp, stemning, props, merkingar, litir ofl., hafa Halldóra Vífilsdóttir arkitekt, Milja Korpela hönnuður og fleiri hönnuðir skapað.

Greining: Nýbúar í hafinu kringum Ísland

Með hækkuðum sjávarhita hafa búferlaflutningar fiska á Norður Atlantshafi aukist. Þessir flutningar geta haft umtalsverð áhrif á sjávarbyggðir. Hver eru líkleg áhrif þessara breytinga hérlendis á næstu árum? Það eru engin einhlít svör við þessari spurningu en ástæða er þó til að skoða þessi mál og meta hvernig sjávarklasinn allur geti undirbúið sig sem best... Read More

Áföll eða tækifæri?

Þrátt fyrir að verkfall sjómanna hafi staðið yfir í níu vikur þá bárust ekki fregnir af reiðum neytendum sem ekki fengu íslenskan fisk á sinn disk. Markaðsmál Íslendinga með fiskinn hafa einkennst af samtölum seljenda og kaupenda á hrávörumarkaði. Er komin tími til að taka samtalið beint við erlenda neytendur og hefja markaðssetningu á neytendamarkað?... Read More

Mat á þjóðhagslegum kostnaði verkfalls sjómanna

Föstudaginn 10. febrúar afhenti Íslenski sjávarklasinn ítarlega greiningu á efnahagslegum áhrifum sjómannaverkfallsins til samráðshóps sem samþykktur var sl. föstudag og Atvinnuvegaráðuneytið fór fyrir. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra kynnti föstudaginn 10. febrúar skýrslu þar sem lagt er mat á þjóðhagslegan kostnað af verkfalli sjómanna. Vinnuhópur starfsmanna úr fjórum ráðuneytum ásamt fulltrúum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga... Read More
PÓSTLISTINN

Skráðu netfangið þitt hér til að skrá þig á póstlista okkar.

FRÉTTAÁSKRIFT
Skráðu netfangið þitt til að fá nýjar fréttir héðan í pósthólfið.