Íslenski sjávarklasinn er drifkraftur nýrra hugmynda og stuðlar að öflugu samstarfi
fyrirtækja og frumkvöðla í sjávarútvegi og haftengdri starfsemi. Með sterkari tengingum
og samvinnu opnast ný tækifæri til nýsköpunar og atvinnusóknar til framtíðar.

Föstudagspistill: Möguleikar í matvælaframleiðslu og ferðaþjónustu

Á síðasta ári heimsóttu 997 þúsund erlendir ferðamenn Ísland heim. Það er þreföldun á áratug en árið 2004 tóku 370 þúsund ferðmenn land hér. Og vöxturinn heldur áfram – það sem af er þessu ári hefur komum ferðamanna fjölgað um 28,6% samanborið við fyrstu fjóra mánuði síðasta árs. Við í starfsliði Íslenska sjávarklasans sjáum í... Read More

Minningarorð um Halldór Ásgrímsson

Halldór Ásgrímsson fyrrverandi forsætisráðherra var mikill áhugamaður um nýsköpun í sjávarútvegi. Hann heimsótti Íslenska sjávarklasann reglulega og sýndi þeim verkefnum sem klasinn vann að áhuga. Á síðasta ári kom starfsfólk klasans að máli við hann og kynnti hugmynd um að sameina krafta ýmissa íslenskra sérfræðinga til að efla sölu á ráðgjöf og þekkingu í sjávarútvegi... Read More

Nýjar vörur og hönnun streyma úr Húsi sjávarklasans

Nýjar vörur og hönnun streyma núna út hjá fyrirtækjum í Húsi sjávarklasans. Ankra kynnti á dögunum nýtt serum sem inniheldur meðal annars kollagen úr þorskroði og ensím frá Zymetech sem einangruð eru og unnin úr maga þorsksins. True Westfjords Trading kynnti Dropa, kaldpressað þorskalýsi, unnið eftir aldagamalli hefð, Ægir Seafood kynnti nýjar umbúðir fyrir niðursoðna... Read More

Ótrúleg saga Omnom

Í morgun efndi Íslenski sjávarklasinn til fundar með neytendavöruhópi sínum en í þeim hópi eru framleiðendur matvæla, lyfja og snyrtivara sem framleiða vörur í neytendapakkningum. Meðal þeirra sem sækja fundi neytendavöruhópsins eru leigendur í Húsi sjávarklasans og meðlimir í tengslaneti okkar sem framleiða jafn ólíkar vörur og niðursoðna lifur, sjávarsalt, humar, kollagen, krem og lyf. Markmiðið... Read More

júní

16júnAllur dagurinnHeimsókn MBA nemenda frá Viðskiptaháskólanum í Edinborg(Allur dagurinn: þriðjudagur) Hús sjávarklasans
PÓSTLISTINN

Skráðu netfangið þitt hér að neðan til að skrá þig á póstlistann og fá fréttabréf Íslenska sjávarklasans.

FRÉTTAÁSKRIFT Á VEF
Skráðu netfangið þitt til að gerast áskrifandi af nýjustu fréttum á vefnum.