Íslenski sjávarklasinn er drifkraftur nýrra hugmynda og stuðlar að öflugu samstarfi fyrirtækja og frumkvöðla í sjávarútvegi og haftengdri starfsemi. Með sterkari tengingum og samvinnu opnast ný tækifæri til nýsköpunar og atvinnusóknar til framtíðar.

Nútímavæðing rússnesks sjávarútvegs

Í nýrri greiningu Arctica Finance og Íslenska sjávarklasans er fjallað um þau tækifæri sem skapast hafa með nútímavæðingu rússnesks sjávarútvegs. Gríðarlegar fjárfestingar hafa átt sér stað í rússneskum sjávarútvegi undanfarin misseri. Þar hafa íslensk tæknifyrirtæki komið að málum. Lesa má greininguna í heild sinni hér

Sögustund og soðningur

Viðburðurinn „Sögustund og soðningur“  var haldinn í Granda Mathöll sunnudaginn 18. nóvember.  Fusion Fish & Chips veitingastaðurinn stóð fyrir viðburðinum.  Fjölskyldum var boðið að smakka soðinn fisk með kartöflum og smjöri. Okkur í Sjávarklasanum finnst þetta alveg bráðsniðugt og í samræmi við stefnu klasans að hvetja ungt fólk til að njóta þess að borða fisk.... Read More

Starf hjá Íslenska sjávarklasanum

  Hlutastarf Íslenski sjávaklasinn leitar að flinkum einstaklingi til að vinna við gagnaöflun, framsetningu gagna og gerð stuttra frétta og greininga sem því tengjast. Þessi verkefni má vinna samhliða námi en aðalatriðið er að viðkomandi geti unnið sjálfstætt í nýsköpunarumhverfi og hafi auga fyrir góðri hönnun í framsetningu gagna. Sjávarklasinn hefur um all langt skeið... Read More

Nýr klasi á norðvesturströnd Bandaríkjanna

Hinn 14. nóvember nk mun Pacific Northwest Ocean Cluster  (Sjávarklasinn á norðvesturströnd Bandaríkjanna) verða formlega stofnaður í húsakynnum Marel í Seattle. Þetta er þriðji systurklasi Sjávarklasans sem opnaður er í Bandaríkjunum en fyrir eru klasar í Massachusetts og Maine.  Í fyrirsvari fyrir klasann er Lára Hrönn Pétursdóttir sjávarútvegsfræðingur með 15+ ára sjávartengda reynslu meðal annars... Read More
PÓSTLISTINN

Skráðu netfangið þitt hér til að skrá þig á póstlista okkar.

FRÉTTAÁSKRIFT
Skráðu netfangið þitt til að fá nýjar fréttir héðan í pósthólfið.