Íslenski sjávarklasinn er drifkraftur nýrra hugmynda og stuðlar að öflugu samstarfi
fyrirtækja og frumkvöðla í sjávarútvegi og haftengdri starfsemi. Með sterkari tengingum
og samvinnu opnast ný tækifæri til nýsköpunar og atvinnusóknar til framtíðar.

Hús sjávarklasans í fjölmiðlum vestan hafs

Fjölmiðlar í Portland, Maine í Bandaríkjunum hafa sýnt íslenskum sjávarútvegi talsverðan áhuga að undanförnu enda er samband íslensks sjávarútvegs og sjávarútvegsins á Nýja Englandi að styrkjast þessi misserin. Fjárfestar í Portland stefna meðal annars að því að opna hús að fyrirmynd Húss sjávarklasans á næstunni í hafnarborginni Portland þar sem Eimskip er meðal annars með... Read More

Ný útgáfa: Efnahagsleg umsvif og afkoma sjávarklasans á Íslandi 2014

Út er komið ritið Sjávarklasinn á Íslandi: Efnahagsleg umsvif og afkoma 2014. Þetta er fimmta árið í röð sem Íslenski sjávarklasinn tekur saman helstu tölur og staðreyndir um þróun sjávarútvegsins og helstu hliðargreina hans. Meðal þess sem fram kemur í ritinu: Heildarvelta tæknifyrirtækja í sjávarklasanum á Íslandi jókst um 11% að raunvirði á árinu 2014.... Read More

Jólamarkaður í Húsi sjávarklasans

Föstudaginn 4. desember nk. kl. 12-18 verður sannkölluð jólastemning í Húsi sjávarklasans og haldinn verður jólamarkaður með ýmsum nýjum og spennandi vörum úr sjávarútvegi þar sem hægt verður að versla beint við framleiðendur og hönnuði. Á markaðnum verða t.d. Íslenski sjávarklasinn með gjafapokana sína með nýjungum úr sjávarútvegi, Dagný Land Design verður með húsgögn úr... Read More

Verkstjórafundur Íslenska sjávarklasans 7.-8. janúar 2016

Þann 7.-8. janúar nk. verður haldinn fjórði Verkstjórafundur Íslenska sjávarklasans í Húsi sjávarklasans, Grandagarði 16.    Áhersla fundarins að þessu sinni verður á öryggismál, stjórnun og leiðtogahlutverk. Auk þess verða kynntar ýmsar tækninýjungar fyrir fiskvinnslur og nýjar vörur og nýsköpun í sjávarútvegi. Á fundinum verða margir áhugaverðir fyrirlestrar og sérstakir gestir verða Heimir Hallgrímsson þjálfari... Read More

desember

4des12:00- 18:00Jólamarkaður í Húsi sjávarklasans12:00 - 18:00 Hús sjávarklasans
PÓSTLISTINN

Skráðu netfangið þitt hér að neðan til að skrá þig á póstlistann og fá fréttabréf Íslenska sjávarklasans.

FRÉTTAÁSKRIFT Á VEF
Skráðu netfangið þitt til að gerast áskrifandi af nýjustu fréttum á vefnum.