Íslenski sjávarklasinn er drifkraftur nýrra hugmynda og stuðlar að öflugu samstarfi
fyrirtækja og frumkvöðla í sjávarútvegi og haftengdri starfsemi. Með sterkari tengingum
og samvinnu opnast ný tækifæri til nýsköpunar og atvinnusóknar til framtíðar.

Efling samstarfs við matarfrumkvöðla

Íslenski sjávarklasinn og MS hafa undirritað samstarfssamning um að stuðla að frekari nýsköpun í matvælageiranum og efla samstarf MS við matarfrumkvöðla með það að markmiði að auka nýjungar og vöruþróun. Gott dæmi um verkefni sem þegar er komið á, er samstarf Codlands og MS um nýtingu hágæða kollagens úr þorskroði í drykkjaframleiðslu. Samkvæmt athugunum Íslenska... Read More

Klasaþorskurinn ferðast um heiminn

Sú mynd sem Íslenski sjávarklasinn hefur kynnt sem sýnir hvernig Íslendingar fullnýta þorskinn hefur ferðast víða. Nú síðast sást til hans á glæru fyrirlesara á ráðstefnu í Sviss. Fyrirlesarinn var Stefanie Kirse einn af yfirmönnum MSC í Þýskalandi og Póllandi. Í ræðu sinni hnykkti Stefanie á að forsenda þessa góða árangurs séu sjálfbærar veiðar.  ... Read More

Viðurkenningar veittar fyrir árangursríkt samstarf

Föstudaginn 29. janúar afhenti Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra sérstakar viðurkenningar til fyrirtækja innan Íslenska sjávarklasans sem náð hafa eftirtektarverðum árangri með samstarfi. Með þessum viðurkenningum vill Íslenski sjávarklasinn minna á þau tækifæri sem felast í auknu klasasamstarfi. Að þessu sinni fengu þrjú samstarfsverkefni viðurkenningu. Verkefnin lúta að samstarfi fjárfesta og nýsköpunarfyrirtækis, rannsóknarsamstarfs og... Read More

Tækifæri í samstarfi um framtíð veiðitækni

Tækifæri eru til staðar í samstarfi um framtíð veiðitækni. Vegna þess var haldinn fundur 25. janúar í Húsi sjávarklasans þar sem farið var um víðan völl. Þetta var gert að frumkvæði Hampiðjunnar og Íslenska sjávarklasans sem sjá augljósa ávinninga af samstarfinu. Samlegðaráhrif verkefna innan hópsins geta orðið mikil. Eining var um að grunnur fyrir samstarf og... Read More

mars

2marAllur dagurinnLYST - Future of food(Allur dagurinn: miðvikudagur) Hús sjávarklasans
7mar14:00- 16:00Helstu áskoranir í nýtingu á skel14:00 - 16:00 Boston city center
PÓSTLISTINN

Skráðu netfangið þitt hér að neðan til að skrá þig á póstlistann og fá fréttabréf Íslenska sjávarklasans.

FRÉTTAÁSKRIFT Á VEF
Skráðu netfangið þitt til að gerast áskrifandi af nýjustu fréttum á vefnum.