Íslenski sjávarklasinn er drifkraftur nýrra hugmynda og stuðlar að öflugu samstarfi
fyrirtækja og frumkvöðla í sjávarútvegi og haftengdri starfsemi. Með sterkari tengingum
og samvinnu opnast ný tækifæri til nýsköpunar og atvinnusóknar til framtíðar.

Sér mikil tækifæri úti á Granda

„Mér finnst staðsetningin hér úti á Granda vera kjörin og það er bersýnilega mjög skemmtileg uppbygging hér í hverfinu, en á Hlemmi eru líka ákveðin tækifæri og það má vel sjá fyrir sér einhvers konar markað þar eða mathöll í framtíðinni“ sagði Niels. L. Brandt um hugmyndir að opnun matarhalla (e. food hall) og matarmarkaða í... Read More

Greining: Klasasamstarf nýsköpunarfyrirtækjum í sjávarútvegi til framdráttar

Ný rannsókn um áhrif klasasamstarfs á nýsköpun innan sjávarklasans dregur skýrt fram að klasasamstarf er nýsköpunarfyrirtækjum í íslenskum sjávarútvegi til framdráttar. Með samstarfi má skapa vettvang fyrir myndun tengsla og trausts og auka verðmæti. Í meðfylgjandi greiningu má lesa stuttan úrdrátt úr lokaritgerð Heiðdísar Skarphéðinsdóttur í sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri.   Klasasamstarf nýsköpunarfyrirtækjum í... Read More

Ný vara frá Humarsölunni

Humarsalan og Skinney-Þinganes munu á næstunni kynna nýja vöru úr hágæða humarkjöti, eins konar humarhakk, sem fengið er úr humarklóm. Kjötið hentar því vel í humarbollur, humarborgara og aðrar sambærilegar kræsingar. Um 10-15% af þyngd hvers humars er kjöt inni í klóm hans. Það hefur löngum verið kostnaðarsamt vandamál í humarvinnslu að losa sig við... Read More

Niels L. Brandt í Húsi sjávarklasans dagana 18. – 21.júní

Dagana 18.-21. júní næstkomandi mun Niels L. Brandt heimsækja Íslandi í boði Íslenska sjávarklasans. Í heimsókninni mun hann meðal annars kynna sér áform Íslenska sjávarklasans og samstarfsaðila um opnun Reykjavík Food Hall á neðri hæð Húss sjávarklasans við Grandagarð 16. Niels hefur meira en 20 ára reynslu úr veitingabransanum, við uppbyggingu og stjórnun matarmarkaða og... Read More
PÓSTLISTINN

Skráðu netfangið þitt hér að neðan til að skrá þig á póstlistann og fá fréttabréf Íslenska sjávarklasans.

FRÉTTAÁSKRIFT Á VEF
Skráðu netfangið þitt til að gerast áskrifandi af nýjustu fréttum á vefnum.