Íslenski sjávarklasinn er drifkraftur nýrra hugmynda og stuðlar að öflugu samstarfi fyrirtækja og frumkvöðla í sjávarútvegi og haftengdri starfsemi. Með sterkari tengingum og samvinnu opnast ný tækifæri til nýsköpunar og atvinnusóknar til framtíðar.

Landvinnsla á botnfiski eykst

Íslenski sjávarklasinn og Arctica Finance birtu í dag ítarlega skýrslu um þróun botnfiskvinnslu á Íslandi. Botnfiskvinnsla hefur verið að færast af sjó og upp á land en frá árinu 2010 hefur frystitogurum fækkað um 43% og löndun þeirra af þorski hefur dregist saman um 9,5%. Skýrslan er gefin út á ensku og má nálgast hana... Read More

Sjávarklasinn á ráðstefnu um snjallar lausnir fyrir strandbæi.

Sjávarklasanum var nýlega boðið að kynna starfsemi sína á ráðstefnunni Smart coastal areas: Resourcefulness and innovation in FLAG communities, sem haldin var í bænum Bantry á Írlandi.  Eins og nafn ráðstefnunnar gefur til kynna var þar lögð megináhersla á að ræða snjallar lausnir fyrir strandbæi.  Fundinn sóttu hátt í 200 þátttakendur í svokölluðum FLAG verkefnum (e.Fisheries... Read More

Fish Waste for Profit ráðstefnan haldin í þriðja sinn í nánu samstarfi við Sjávarklasann.

Yfir 100 manns frá 15 þjóðlöndum komu saman á þriðju ráðstefnunni “Fish Waste for Profit” sem Mercator Media heldur en ráðstefnunni var hrundið af stað í nánu samstarfi við Sjávarklasann. Ræðumenn voru m.a. Katrín Pétursdóttir forstjóri Lýsis, Hörður Kristinsson rannsóknarstjóri Matís og hópur íslenskra og erlendra frumkvöðla á þessu sviði. “Aldrei áður hafa jafn margir... Read More

Framleiðsla tæknibúnaðar meiri en útflutningsverðmæti þorskflaka

Ný greining Íslenska sjávarklasans á stöðu tæknifyrirtækja, sem tengjast sjávarútvegi, sýnir að staða margra þeirra hefur aldrei verið jafn sterk og nú.  Tíu stærstu fyrirtækin juku veltu sína umtalsvert á milli áranna og nam velta þeirra á árinu 2018 um 42 milljörðum króna (aðeins sú velta sem tengist sjávarútvegi og fiskeldi).   Veltuaukningin var tilkomin bæði með sölu búnaðar sem og samruna við önnur fyrirtæki. Velta annarra fyrirtækja, sem eru samkvæmt athugun Sjávarklasans um 65 talsins, var um 40 milljarðar og óx um 7% á árinu 2018.  Greininguna má lesa í heild sinni hér
PÓSTLISTINN

Skráðu netfangið þitt hér til að skrá þig á póstlista okkar.

FRÉTTAÁSKRIFT
Skráðu netfangið þitt til að fá nýjar fréttir héðan í pósthólfið.