Íslenski sjávarklasinn er drifkraftur nýrra hugmynda og stuðlar að öflugu samstarfi fyrirtækja og frumkvöðla í sjávarútvegi og haftengdri starfsemi. Með sterkari tengingum og samvinnu opnast ný tækifæri til nýsköpunar og atvinnusóknar til framtíðar.

Sjávarklasinn tekur þessa dagana þátt í ráðstefnunni Greenship Forum í Kóreu.

Sjávarklasinn tekur þessa dagana þátt í ráðstefnunni Greenship Forum í Kóreu. Mikill áhugi er fyrir grænum lausnum í skipaflutningum og ljóst að nú eru að koma fram tæknilausnir sem geta dregið verulega úr mengun í skipasamgöngum.   Þessar framfarir eru drifnar áfram af alþjóðlegum skipafélögum en lítið er fjallað um sjávarútveg. Hér liggja tækifæri fyrir Íslendinga.... Read More

Klasasamstarf

New Bedford Ocean Cluster tók við styrk úr hendi Karyn Polito varafylkisstjóra Massachusetts við hátíðlega athöfn hinn 9. október sl. Styrknum skal varið til að þróa IoT tækni sem tengist sjávarútvegi.  Klasinn í New Bedford var stofnsettur árið 2017 að fyrirmynd Íslenska sjávarklasans. Klasarnir vinna náið saman og meira mun sjást til þess samstarfs á... Read More

Dagur þorsksins

Hinn 3. október næstkomandi efnir Sjávarklasinn í þriðja sinn til Dags þorsksins. Markmið dagsins er að vekja athygli á þætti þorsksins í efnahagssögu þjóðarinnar og um leið að sýna þann kraft sem er í íslenskum sjávarútvegi og nýsköpunarstarfi sem honum tengist. Hús sjávarklasans verður opnað almenningi á Degi þorsksins og gefst kostur á að kynna sér... Read More

Samstarfsvettvangur

Stjórn samstarfsvettvangs fyrirtækja innan Sjávarklasans kom saman á Granda mathöll og kynnti sér starfsemina í mathöllinni.  Að því loknu ræddi hópurinn um næstu verkefni klasans sem eru m.a. frekari uppbygging vinnurýma fyrir lítil og stór fyrirtæki á Grandanum, opnun klasa utan Íslands, viðskiptahraðall fyrir startups í haftengdum greinum og opnun fiskmarkaðar í Granda mathöll.  
PÓSTLISTINN

Skráðu netfangið þitt hér til að skrá þig á póstlista okkar.

FRÉTTAÁSKRIFT
Skráðu netfangið þitt til að fá nýjar fréttir héðan í pósthólfið.