Íslenski sjávarklasinn er drifkraftur nýrra hugmynda og stuðlar að öflugu samstarfi
fyrirtækja og frumkvöðla í sjávarútvegi og haftengdri starfsemi. Með sterkari tengingum
og samvinnu opnast ný tækifæri til nýsköpunar og atvinnusóknar til framtíðar.

Nýsköpunarfyrirtæki kynna sig fyrir fjárfestum

Þann 10. mars næstkomandi munu nokkur nýsköpunarfyrirtæki innan sjávarklasans kynna sig og hugmyndir sínar fyrir fjölbreyttum hópi fjárfesta. Viðburðurinn fer fram í Húsi sjávarklasans að Grandagarði í Reykjavík. Með þessu viljum við hjá Íslenska sjávarklasanum leggja okkar af mörkum við að tengja saman sprota og áhugasama fjárfesta, bæði vegna þess að tengslin eru verðmæt í... Read More

Brotalamir í málefnum útsendra starfsmanna

Samkvæmt nýlegri rannsókn Sigrúnar Eddu Eðvarðsdóttur við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands á málefnum útsendra starfsmanna í sjávarútvegi og -iðnaði virðist vera brotalöm á því hvernig íslensk fyrirtæki hafa haldið utan um þennan málaflokk. Rannsóknin er meistaraverkefni og var unnin í samvinnu við Sjávarklasann á haustmánuðum ársins 2014. Rætt var við starfsmenn fyrirtækja sem höfðu starfað sem... Read More

Vefkynning um nýsköpun í íslenskum sjávarútvegi

Nýsköpun og fullvinnsla í íslenskum sjávarútvegi er efni vefkynningar sem Seafood Source, einn stærsti upplýsingamiðill í sjávarútvegi í heiminum, stendur fyrir miðvikudaginn 18. febrúar næstkomandi. Þar mun Þór Sigfússon framkvæmdastjóri Íslenska sjávarklasans kynna íslenska klasaþorskinn svokallaða þ.e. hvernig Íslendingum hefur tekist með öflugu samstarfi að skapa meiri verðmæti úr hvítfiski en aðrar þjóðir. Erindi Þórs... Read More

Verkefnum ThorIce erlendis fjölgar

ThorIce og dótturfyrirtæki þess í Danmörku hefur fengið 20 milljón króna styrk ásamt Iðntæknistofnun Danmerkur til að gera forkönnun á markaðstækifærum í Danmörku og möguleikum á notkun tækni ThorIce til orkusparnaðar í danskri matvælaframleiðslu. Gangi verkefnið vel er möguleiki á stækkun þess í framtíðinni. Síðastliðinn tólf ár hefur Þorteinn Ingi Víglundsson og samstarfsfólk hans þróað og... Read More

mars

10mar14:00Fjárfestakynning14:00 Hús sjávarklasans
12mar - 20mar 1211:00mar 201200 tonn - HönnunarMars11:00 - 16:00 (20) Hús sjávarklasans
14mar - 23Allur dagurinnFerð sendiherra Bandaríkjanna og Íslenska sjávarklasans til New England(Allur dagurinn)

apríl

20aprAllur dagurinnHeimsókn nemenda frá Háskólanum í Groningen(Allur dagurinn: mánudagur) Hús sjávarklasans
PÓSTLISTINN

Skráðu netfangið þitt hér að neðan til að skrá þig á póstlistann og fá fréttabréf Íslenska sjávarklasans.

FRÉTTAÁSKRIFT Á VEF
Skráðu netfangið þitt til að gerast áskrifandi af nýjustu fréttum á vefnum.