Íslenski sjávarklasinn er drifkraftur nýrra hugmynda og stuðlar að öflugu samstarfi fyrirtækja og frumkvöðla í sjávarútvegi og haftengdri starfsemi. Með sterkari tengingum og samvinnu opnast ný tækifæri til nýsköpunar og atvinnusóknar til framtíðar.

Hafsjór af hugmyndum

HAFSJÓR AF HUGMYNDUM nýsköpunarkeppni sjávarútvegsklasa Vestfjarða auk styrkja til háskólanema á framhaldsstigi. Þetta er einstakt tækifæri til að hrinda góðum hugmyndum í framkvæmd og fá til þess styrk og aðstöðu hjá vestfirskum sjávarútvegsfyrirtækjum. Megin markmiðið er að efla sjávarútveg á Vestfjörðum og koma með ferskar hugmyndir inn í þessa rótgrónu atvinnugrein.  Vestfirsk sjávarútvegsfyrirtæki vilja nú... Read More

Íslenski sjávarklasinn býður kennsluefni á netinu

Undanfarin ár hafa hundruðir nemenda í framhaldsskólum fengið þjálfun í stofnun og rekstri fyrirtækja. Sá hópur framhaldsskólanemenda, sem stundað hefur nám á þessu sviði, hefur vaxið mjög hratt síðustu ár. Ástæða þess er ekki síst tilkoma Fyrirtækjasmiðju Ungra frumkvöðla – JA Iceland sem boðið hefur skólum að liðsinna við nám á þessu sviði hérlendis. Í... Read More

Ertu með frumkvöðlafyrirtæki í matvæla- eða heilsuefnaframleiðslu?

Viltu kynna þitt fyrirtæki án endurgjalds á Lystahátíð sem halduæin verður í Húsi sjávarklasans 25. maí nk. Íslenski sjávarklasinn og Matarauður Íslands efna til Lystahátíðar matarfrumkvöðla í Húsi sjávarklasans þann 25. maí. Á þessum degi er stefnt að því að kl 15 verði hátíðin sett með lúðrablæstri og hvatningaarræðum. Síðan munu gestir geta gengið um Hús... Read More

Fulltrúar systurklasa Íslenska sjávarklasans sækja í reynslubanka Sjávarklasans

Fulltrúar systurklasa Íslenska sjávarklasans í Connecticut og Alaska hafa markvisst sótt í reynslubanka Sjávarklasans til að efla klasana.  Á myndinni eru frá vinstri Justin Sternberg og Craig Fleener frá Alaska Ocean Cluster, Þór Sigfússon frá Sjávarklasanum, Micaela Garland frá Long Island Sound Ocean Cluster og Sigurður D. Stefánsson frá Sjávarklasanum.  
PÓSTLISTINN

Skráðu netfangið þitt hér til að skrá þig á póstlista okkar.

FRÉTTAÁSKRIFT
Skráðu netfangið þitt til að fá nýjar fréttir héðan í pósthólfið.