Íslenski sjávarklasinn er drifkraftur nýrra hugmynda og stuðlar að öflugu samstarfi fyrirtækja og frumkvöðla í sjávarútvegi og haftengdri starfsemi. Með sterkari tengingum og samvinnu opnast ný tækifæri til nýsköpunar og atvinnusóknar til framtíðar.

Áföll eða tækifæri?

Þrátt fyrir að verkfall sjómanna hafi staðið yfir í níu vikur þá bárust ekki fregnir af reiðum neytendum sem ekki fengu íslenskan fisk á sinn disk. Markaðsmál Íslendinga með fiskinn hafa einkennst af samtölum seljenda og kaupenda á hrávörumarkaði. Er komin tími til að taka samtalið beint við erlenda neytendur og hefja markaðssetningu á neytendamarkað?... Read More

Mat á þjóðhagslegum kostnaði verkfalls sjómanna

Föstudaginn 10. febrúar afhenti Íslenski sjávarklasinn ítarlega greiningu á efnahagslegum áhrifum sjómannaverkfallsins til samráðshóps sem samþykktur var sl. föstudag og Atvinnuvegaráðuneytið fór fyrir. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra kynnti föstudaginn 10. febrúar skýrslu þar sem lagt er mat á þjóðhagslegan kostnað af verkfalli sjómanna. Vinnuhópur starfsmanna úr fjórum ráðuneytum ásamt fulltrúum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga... Read More

Landbúnaðarklasinn hefur farið vel af stað

Í janúar undirrituðu Landbúnaðarklasinn og Sjávarklasinn undir samstarfssamning. Sjávarklasinn mun fóstra frumkvöðla í landbúnaði á sama hátt og frumkvöðla í haftengdri starfssemi. Báðir aðilar höfðu miklar væntingar til samstarfssins og hefur það farið fram úr björtustu vonum. Nú þegar eru 2 frumkvöðlar komnir af stað, Green Lamb og Pure Natura. Bæði fyrirtækin eru að vinna... Read More

Öflugt flutninganet

Öflugt flutninganet er ein af grunnstoðum sterkrar samkeppnisstöðu Íslands við sölu á íslenskum sjávarafurðum og öðrum matvælum til erlendra neytenda. Flutninganet Íslendinga á sér vart hliðstæðu í í heiminum með tilliti til fjölda áfangastaða. Íslenski sjávarklasinn birtir nú greiningu sem inniheldur hugleiðingar um hvernig eitt stærsta hagsmunamál íslensks sjávarútvegs kann að vera bættar samgöngur og... Read More
PÓSTLISTINN

Skráðu netfangið þitt hér til að skrá þig á póstlista okkar.

FRÉTTAÁSKRIFT
Skráðu netfangið þitt til að fá nýjar fréttir héðan í pósthólfið.