Íslenski sjávarklasinn er drifkraftur nýrra hugmynda og stuðlar að öflugu samstarfi fyrirtækja og frumkvöðla í sjávarútvegi og haftengdri starfsemi. Með sterkari tengingum og samvinnu opnast ný tækifæri til nýsköpunar og atvinnusóknar til framtíðar.

Fyrsta fréttabréf Pacific Northwest Ocean Cluster

Fyrsta fréttabréf á íslensku frá Sjávarklasanum á Vesturströnd Bandaríkjanna er komið út. Lára Hrönn Pétursdóttir er meðstofnandi okkar að þessum klasa og aðaldriffjöður hans. “Við erum á barmi þess að byrja með fyrstu verkefnahópana og það verður spennandi að sjá hvað það leiðir af sér,” segir Lára Hrönn. Þau fyrirtæki sem hafa áhuga að slást... Read More

Ráðherra Skotlands heimsótti Sjávarklasann

Herra David Mundell ráðherra Skotlands (Secretary of State for Scotland) í ríkisstjórn Bretlands, heimsótti Sjávarklasann í fylgd Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra. Ráðherrann kynnti sér meðal annars vinnu sem fram fer hjá fyrirtækjunum Navis og Greenvolt sem snýr að rafmagnsdrifnum fiskiskipum.  

Norræna ráðherranefndin heimsækir Hús sjávarklasans

Samstarfsráðherrar Norðurlanda funduðu í Húsi sjávarklasans hinn 7. febrúar sl. Ísland gegnir forystu í ráðinu og hefur ríkisstjórnin sett haftengd málefni á oddinn í vinnu ráðsins. Það var því vel til fundið að ráðið fundaði í húsakynnum klasans og kynntist frumkvöðlastarfinu sem þar fer fram. Þór Sigfússon hjá Sjávarklasanum kynnti ráðherrunum og fylgdarliði þeirra starfsemi... Read More

Sjávarklasinn á ráðstefnunni “Ocean to Plate”

Humar er verðmætasta sjávarafurðin í Kanada og velta humariðnaðarins þar er 1,4milljarðar dala. Sjávarklasanum var boðið að halda aðalræðuna á ráðstefnunni “Ocean to Plate” og fjallaði Þór Sigfússon um árangur sjávarútvegsins á Íslandi og starf klasans.
PÓSTLISTINN

Skráðu netfangið þitt hér til að skrá þig á póstlista okkar.

FRÉTTAÁSKRIFT
Skráðu netfangið þitt til að fá nýjar fréttir héðan í pósthólfið.