Íslenski sjávarklasinn er drifkraftur nýrra hugmynda og stuðlar að öflugu samstarfi
fyrirtækja og frumkvöðla í sjávarútvegi og haftengdri starfsemi. Með sterkari tengingum
og samvinnu opnast ný tækifæri til nýsköpunar og atvinnusóknar til framtíðar.

FRÉTTIR

Haftengt nám í brennidepli hjá ungu fólki

Í nýrri Greiningu Sjávarklasans er fjallað um eftirspurn eftir sjávarútvegstengdu námi, en nýnemar hafa aldrei verið fleiri í haftengdum námsbrautum eins og haustið 2014. Í greiningunni kemur meðal annars fram: Fjöldi nemenda í námi tengdu sjávarklasanum eykst. Nýnemar hafa aldrei verið fleiri en 12 % fjölgun er milli ára í 10 mismunandi haftengdum námsbrautum. Vitundarvakning... Read More

Sjávarklasinn á Íslandi stendur undir allt að 30% af landsframleiðslu

Út er komið ritið Sjávarklasinn á Íslandi: Efnahagsleg umsvif og afkoma 2013. Fjórða árið í röð lýsum við umfangi sjávarklasans í hagkerfinu, breytingum í sjávarútvegi og hliðargreinum hans og spáum í sóknarfæri framtíðar. Á meðal þess sem kemur fram er: Sjávarklasinn skapar allt að 30% landsframleiðslunnar 12% vöxtur í tæknigeira sjávarklasans og stækkandi pantanabækur Stórar... Read More

Ein stærstu hönnunarverðlaun í heiminum veitt til Norðursalts

Umbúðir Norðursalts hlutu hin virtu Red Dot verðlaun í Berlín, Þýskalandi 24. október síðastliðinn. Veitt voru verðlaun fyrir Communication Design og hlaut Norðursalt verðlaun fyrir einstaka umbúðahönnun. Alls bárust Red Dot dómnefndinni 7.096 innsendingar í keppnina og fékk aðeins hluti þeirra sem sendu inn verðlaun fyrir hönnun sína. Það má nefna að þeir sem hafa... Read More

Ráðstefnan Flutningar á Íslandi til 2030 vel sótt

Gott flutninganet er undirstaða þess að atvinnulífið hér á landi nái að vaxa og eflast á komandi árum. Nýjar flugleiðir í til Kanada, í kjölfar þess að íslensk flugfélög fengu leyfi til að fljúga þangað, hafa leitt til þess að útflutningur á ferskum sjávarafurðum hefur margfaldast á tveimur árum. Gangi spár um vöxt flugferða hingað... Read More

VIÐBURÐIR

janúar

8jan - 9Allur dagurinnVerkstjórafundur Sjávarklasans(Allur dagurinn) Hús sjávarklasans

febrúar

19febAllur dagurinnMenntadagur atvinnulífsins(Allur dagurinn: fimmtudagur) Hilton Reykjavík Nordica
PÓSTLISTINN

Skráðu netfangið þitt hér að neðan til að skrá þig á póstlistann og fá fréttabréf Íslenska sjávarklasans.

FRÉTTAÁSKRIFT Á VEF
Skráðu netfangið þitt til að gerast áskrifandi af nýjustu fréttum á vefnum.