Íslenski sjávarklasinn er drifkraftur nýrra hugmynda og stuðlar að öflugu samstarfi fyrirtækja og frumkvöðla í sjávarútvegi og haftengdri starfsemi. Með sterkari tengingum og samvinnu opnast ný tækifæri til nýsköpunar og atvinnusóknar til framtíðar.

Grænkerafiskur og Ísland

Í dag gaf Íslenski sjávarklasinn út greiningu með spurningunni hvort fiskveiðiþjóðin Ísland eigi að taka þátt í þróun á grænkerafiski. Greininguna í heild sinni má lesa hér.

Heimsókn frá grænlensku athafna- og stjórnmálafólki

Í byrjun september kom hópur athafna- og stjórnmálafólks frá Avannaata á nyrsta hluta Grænlands í heimsókn í Sjávarklasann. Grænlendingar hafa mikinn áhuga á starfsemi klasans og sjá tækifæri til að nýta frekar okkar þekkingu heima fyrir. Í heimsókninni voru margar hugmyndir ræddar um mögulega áframvinnslu á sjávarafurðum og tækifæri á framtíðar samstarfi.

Framkvæmdastjórar frá Óðinsvéum í heimsókn

Hópur framkvæmdastjóra frá Óðinsvéum í Danmörku er staddur í Reykjavík til að kynna sér íslenskt atvinnulíf. Liður í heimsókninni var að koma í Sjávarklasann, fræðast um klasastarfið og kynna sér þær nýjunar sem hafa átt sér stað í íslenskum sjávarútvegi. Gestirnir sem voru 32 talsins fengu leiðsögn um húsið og klasastarfið frá Bertu Daníelsdóttir framkvæmdastjóra... Read More

Ráðuneytisstjóri indverska sjávarútvegsráðuneytisins í heimsókn

Rajni Sekhri Sibal ráðuneytisstjóri nýstofnaðs sjávarútvegsráðuneytis Indlands ásamt föruneyti heimsótti Sjávarklasann í dag. Ráðuneytisstjórinn kynnti sér starfsemi Sjávarklasans, hitti frumkvöðla og fyrirtæki. Indverjar horfa mikið til íslenskra stjórnvalda og fyrirtækja þegar kemur að stjórnun sjávarútvegsmála og því var afskaplega ánægjulegt að geta tekið á móti hópnum og kynnt þeim klasastarfið.
PÓSTLISTINN

Skráðu netfangið þitt hér til að skrá þig á póstlista okkar.

FRÉTTAÁSKRIFT
Skráðu netfangið þitt til að fá nýjar fréttir héðan í pósthólfið.