Íslenski sjávarklasinn er drifkraftur nýrra hugmynda og stuðlar að öflugu samstarfi
fyrirtækja og frumkvöðla í sjávarútvegi og haftengdri starfsemi. Með sterkari tengingum
og samvinnu opnast ný tækifæri til nýsköpunar og atvinnusóknar til framtíðar.

Sjávarklasinn tilnefndur til Nordic Startup Awards – kosning hafin

Íslenski sjávarklasinn er stoltur af því að hljóta tilnefningu fyrir besta aðsetur fyrir nýsköpunarfyrirtæki í alþjóðlegu samkeppninni Nordic Startup Awards, annað árið í röð. Herberia, sem hefur aðsetur í Húsi sjávarklasans er jafnframt eitt þeirra 5 íslensku fyrirtækja sem hlutu tilnefningu fyrir nýsköpunarfyrirtæki ársins. Keppnin fer fram í tveimur liðum þar sem fyrst er kosið í flokkum... Read More

Áhugi á sjávarklasa í Gloucester

Þessa stundina eru þeir Tom Gillett frá atvinnuþróunarfélagi Gloucester og Tom Daniel frá bæjaryfirvöldum Gloucester staddir hér á landi til að kynna sér Íslenska sjávarklasann og Hús sjávarklasans, en mikill áhugi er í Gloucester í Massachusetts á að setja upp klasa að fyrirmynd Íslenska sjávarklasans. Víða eru teikn á lofti um aukið samstarf milli Íslands og norðanverðrar austurstrandar Bandaríkjanna, en... Read More

Tækifæri í samstarfi Noregs og Íslands í sjávarútvegi og fiskeldi

Á dögunum tók Íslenski sjávarklasinn á móti þeim Stål Heggelund, framkvæmdastjóra norska fiskeldisklasans NCE Aquaculture og Jostein Refsnes, stjórnarformanni laxeldisfyrirtækisins Nordlaks. Tilgangur ferðarinnar var að kanna möguleika á samstarfi íslenskra og norskra fyrirtækja í hvítfiski annars vegar og laxeldi hins vegar með sérstaka áherslu á nýtingu hliðarafurða úr framleiðslu.  Stål og Jostein heimsóttu Vísi í... Read More

Vel heppnuð Nýsköpunarmessa – Gleðilega páska

Í dag efndi Íslenski sjávarklasinn til opnunarhátíðar og Nýsköpunarmessu í tilefni af stækkun Húss sjávarklasans, en nokkur ný fyrirtæki hafa nú bæst í hóp leigjenda. Ríflega 400 manns sóttu opnunina en fyrirtækin í húsinu og fjöldi annarra fyrirtækja sem tilheyra samstarfsneti Íslenska sjávarklasans tók þátt í hátíðinni með því að opna dyr sínar og sýna vörur... Read More

apríl

28apr11:00Tæknihópur Sjávarklasans11:00 Hús sjávarklasans

júní

16júnAllur dagurinnHeimsókn MBA nemenda frá Viðskiptaháskólanum í Edinborg(Allur dagurinn: þriðjudagur) Hús sjávarklasans
PÓSTLISTINN

Skráðu netfangið þitt hér að neðan til að skrá þig á póstlistann og fá fréttabréf Íslenska sjávarklasans.

FRÉTTAÁSKRIFT Á VEF
Skráðu netfangið þitt til að gerast áskrifandi af nýjustu fréttum á vefnum.