Íslenski sjávarklasinn er drifkraftur nýrra hugmynda og stuðlar að öflugu samstarfi fyrirtækja og frumkvöðla í sjávarútvegi og haftengdri starfsemi. Með sterkari tengingum og samvinnu opnast ný tækifæri til nýsköpunar og atvinnusóknar til framtíðar.

Þrjú íslensk fyrirtæki tilnefnd til Cleantech verðlaunanna

Fyrir skömmu varð Íslenski sjávarklasinn fullgildur aðili að Global Cleantech Cluster Association (GCCA). Markmið GCCA er að efla samstarf nýsköpunarfyrirtækja sem stuðla að minni mengun, efla samstarf þessara fyrirtækja yfir landamæri og tengja fyrirtækin við fjárfesta og markaði. GCCA leggur áherslu á að liðsinna nýsköpunarfyrirtækjum við fjármögnun á verkefnum, m.a. hjá stærri fjárfestum og sjóðum.... Read More

Carlo Petrini stofnandi Slow Food samtakanna heimsótti Sjávarklasann

Carlo Petrini stofnandi Slow Food samtakanna heimsótti Sjávarklasann í gær. Þór Sigfússon stofnandi Sjávarklasans gekk með Petrini um húsið og sagði honum frá starfseminni. Hann var heillaður af árangri Íslendinga í nýtingu á auðæfum hafsins og taldi aðrar þjóðir geta lært mikið af okkur. Á níunda áratug síðasta aldar, gekk Carlo Petrini eins og svo margir... Read More

Íslenskt frumkvöðlafyrirtæki í sjávarútvegi fær styrk úr H2020 áætlun Evrópusambandsins

Aurora Seafood ehf er íslenskt frumkvöðlafyrirtæki í sjávarútvegi sem hlaut í dag styrk að upphæð 1,7 milljónir evra úr H2020 áætlun Evrópusambandsins sem nefnist SME Instrument. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskt frumkvöðlafyrirtæki í sjávarútvegi hlýtur svo háan styrk en honum verður varið til að þróa og tæknivæða veiðar og vinnslu á sæbjúgum. Styrkurinn... Read More

Sjávarútvegsráðherra Quebec í heimsókn

Sjávarútvegsráðherra Quebec fylkis í Kanada Jean D’Amour, heimsótti Sjávarklasann í dag ásamt föruneyti sínu. Mikill áhugi er fyrir stofnun álíka klasa og þess íslenska í fylkinu en í Quebec er kraftmikið efnahagslíf og frumkvöðlastarf sem áhugi er fyrir að verði betur nýtt í tengslum við sjávarútveg.
PÓSTLISTINN

Skráðu netfangið þitt hér til að skrá þig á póstlista okkar.

FRÉTTAÁSKRIFT
Skráðu netfangið þitt til að fá nýjar fréttir héðan í pósthólfið.