Íslenski sjávarklasinn er drifkraftur nýrra hugmynda og stuðlar að öflugu samstarfi fyrirtækja og frumkvöðla í sjávarútvegi og haftengdri starfsemi. Með sterkari tengingum og samvinnu opnast ný tækifæri til nýsköpunar og atvinnusóknar til framtíðar.

Læra um sjávarútveginn í gegnum nýja heimasíðu og smáforrit

Við erum stolt að kynna Trilluna, nýtt smáforrit (app) um íslenskan sjávarútveg, ásamt spurningaleik, sem ætlað er til fræðslu á grunnskólastigi. Markmið Trillunnar er að nemendur kynnist sjávarútveginum og hlutverki hans í íslensku samfélagi á skemmtilegan og líflegan máta. Sjávarútvegurinn spannar mjög vítt svið og ætlunin að kveikja áhuga nemenda á ólíkum hliðum þessa rótgróna... Read More

Einar Þór Lárusson hlýtur Nýsköpunarverðlaun Íslenska sjávarklasans

Einar Þór Lárusson hlýtur Nýsköpunarverðlaun Íslenska sjávarklasans sem afhent verða við opnun Sjávarútvegssýningarinnar hinn 28. september nk. Einar á langa og merka sögu í nýsköpun tengdri íslenskum matvælaiðnaði og sjávarútvegi. Eftir hefðbundna skólagöngu hóf Einar störf hjá niðursuðuverksmiðjunni Ora og hóf síðan nám í niðursuðufræði við Norges Hermetikkfagskole í Stavangri í Noregi. Þaðan lá leiðin... Read More

Hönnun Öldu vekur heimsathygli

Alda er nýr kollagen heilsudrykkur frá Codland. Drykkurinn kom á markað í sumar og hefur þegar vakið mikla athygli og lukku meðal neytenda og annarra. Í vikunni var sérstaklega fjallað um Öldu í einu áhrifamesta umbúða- og vöruhönnunarveftímariti heims, Dieline. Tímaritið er með milljónir lesenda um allan heim og hefur þann megintilgang að kynna áhugaverða... Read More

Miðasala hafin á Flutningalandið Ísland 5. október

Miðasala er hafin á ráðstefnuna Flutningalandið Ísland sem nú er haldin þriðja árið í röð. Á meðal ræðumanna eru Zoe Arden, sérfræðingur um sjálfbærni í viðskiptum frá SustainAbility og Skúli Mogensen, forstjóri WOW Air. Skilvirkar samgöngur til og frá landi eru forsenda lífsgæða og öflugs atvinnulífs á Íslandi og markmið Flutningalandsins Íslands er að skapa þekkingar -og samræðuvettvang fyrir þá... Read More

september

28sep - 30Allur dagurinnSjávarútvegur 2016(Allur dagurinn) Laugardalshöll
29sep15:00- 17:00Matur & nýsköpun15:00 - 17:00 Hús sjávarklasans

október

4oktAllur dagurinnMaking Marine Applications Greener 2016(Allur dagurinn: þriðjudagur) Grand Hótel Reykjavík
5okt08:30- 13:30Flutningalandið Ísland 201608:30 - 13:30 Harpa - Kaldalón
17okt17:30- 19:00Harnessing Networks to Create Value17:30 - 19:00 USM Glickman Family Library
PÓSTLISTINN

Skráðu netfangið þitt hér til að skrá þig á póstlista okkar.

FRÉTTAÁSKRIFT
Skráðu netfangið þitt til að fá nýjar fréttir héðan í pósthólfið.