Íslenski sjávarklasinn er drifkraftur nýrra hugmynda og stuðlar að öflugu samstarfi fyrirtækja og frumkvöðla í sjávarútvegi og haftengdri starfsemi. Með sterkari tengingum og samvinnu opnast ný tækifæri til nýsköpunar og atvinnusóknar til framtíðar.

Íslenski sjávarklasinn samstarfsaðili Ocean Supercluster í Kanada

The Ocean Supercluster var eitt fimm kanadískra klasaverkefna sem hlutu nýverið styrk frá kanadísku ríkisstjórninni til að efla nýsköpun og fjölga störfum á grundvelli klasahugmyndafræðinnar. Kanadíska ríkisstjórnin hyggst verja 950 milljónum kanadadollara í þessi verkefni sem samsvarar um 100 milljörðum íslenskra króna. Íslenski sjávarklasinn er einn af samstarfsaðilum Ocean Supercluster í þessu verkefni. “Við erum... Read More

Samstarf ráðgjafafyrirtækja um erlend verkefni

Íslenski sjávarklasinn hefur haft mikinn áhuga á að efla samstarf ráðgjafarfyrirtækja í sjávarútvegi um erlend verkefni á því sviði. Alþjóðleg ráðgjöf í sjávarútvegi hefur mikla möguleika og Íslendingar hafa ekki nýtt sér þessi tækifæri sem skyldi.  Í klasanum hefur verið starfandi klasahópur um aukna ráðgjöf. Utanríkisráðuneytið hefur einnig sýnt mikinn áhuga á að efla samstarf... Read More

Heimsókn forseta Íslands í Sjávarklasann

Forseti Íslands Herra Guðni Th. Jóhannesson heimsótti Hús sjávarklasans og kynnti sér ýmsa nýsköpun sem tengist sjávarútvegi og matvælaiðnaði.  Meðal annars kynnti hann sér hvernig fyrirtæki í klasanum eru að þróa heilsuefni og lyf úr prótínum hafsins, tæknibúnað fyrir veiðar og vinnslu, hönnun á skipum sem knúin eru með rafmagni og svona mætti lengi telja.... Read More
PÓSTLISTINN

Skráðu netfangið þitt hér til að skrá þig á póstlista okkar.

FRÉTTAÁSKRIFT
Skráðu netfangið þitt til að fá nýjar fréttir héðan í pósthólfið.