Íslenski sjávarklasinn er drifkraftur nýrra hugmynda og stuðlar að öflugu samstarfi fyrirtækja og frumkvöðla í sjávarútvegi og haftengdri starfsemi. Með sterkari tengingum og samvinnu opnast ný tækifæri til nýsköpunar og atvinnusóknar til framtíðar.

Stofnun systurklasa í New Bedford, Massachusette í Bandaríkjunum

Systurklasi Íslenska sjávarklasans í New Bedford borg í Massachusettsfylki í Bandaríkjunum, New Bedford Ocean Cluster (NBOC), var stofnaður í dag, fimmtudaginn 21. september. Klasinn er annar systurklasi Íslenska sjávarklasans í Bandaríkjunum en sambærilegur klasi í Maine, New England Ocean Cluster, var stofnaður árið 2014. Báðir bandarísku klasanna verða hluti af neti klasa sem Íslenski sjávarklasinn... Read More

Íslenski sjávarklasinn og Washington State University undirrita samstarfsyfirlýsingu

Í gær undirrituðu Þór Sigfússon, stofnandi og stjórnarformaður Íslenska Sjávarklasans og Barbara Rasco, deildarforseti matvælavísindadeildar fylkisháskólans í Washington fylki í Bandaríkjunum (Washington State University) yfirlýsingu um samstarf um rannsóknir og þróun á sviði fullnýtingar sjávarafurða. Í háskólanum í Washington er starfrækt öflug matvæladeild með áherslu á starfsemi á ýmsum sviðum sem tengist sjálfbærni, sem án efa mun verða eftirsóknarvert fyrir... Read More

Skapandi samstarf þriggja klasa

Á föstudaginn fór fram undirskrift að yfirlýsingu þess efnis að vinna sameiginlega að opnun og þróun klasahúsnæðis en að yfirlýsingunni standa Íslenski ferðaklasinn, Créatis, Franskur lista og menningarklasi ásamt Íslenska sjávarklasanum sem mun jafnframt leggja til reynslu sína og þekkingu í farsælli uppbyggingu klasahúsnæðis og aðstöðusköpunar til fyrirtækja í haftengdum rekstri. Húsnæðið sem um ræðir... Read More

Áfram vöxtur en blikur á lofti

Ný greining Sjávarklasans sem gefinn var út í dag um afkomu tæknifyrirtækja sem tengjast sjávarútvegi, leiðir í ljós að meðaltalsvöxtur tæknifyrirtækja árið 2016 var um 5-10% sem er ívið minni en árin á undan. Helstu niðurstöður greiningarinnar sem lesa má í heild sinni hér eru að: Stór tæknifyrirtæki með heildarlausnir eflast en minni fyrirtækin standa... Read More
PÓSTLISTINN

Skráðu netfangið þitt hér til að skrá þig á póstlista okkar.

FRÉTTAÁSKRIFT
Skráðu netfangið þitt til að fá nýjar fréttir héðan í pósthólfið.