Hugflæðisfundur flutningahóps Sjávarklasans, sem haldinn var hinn 16. apríl s. tókst afar vel. Fundurinn var haldinn í höfuðstöðvum Íslandsbanka og þátttakendur voru um 45 manns frá öllum helstu stofnunum og fyrirtækjum sem tengjast flutningastarfsemi í landinu.

“Stærsta verkefni klasa verður alltaf að tengja fólk saman og sjá hvort góðar hugmyndir geti þannig flætt betur á milli,” segir Þór Sigfússon stofnandi Sjávarklasans.”Þessi fundur tókst afar vel og bæði tengdi hann fólk og hugmyndir. Við vorum sérlega ánægð að Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra gaf sér tíma til þess að taka þátt í þessu hugflæði með okkur. Það er frábært þegar ráðherrar gefa sér tíma til þess að eiga samtal af þessu tagi og hlusta á ólík sjónarmið og framtíðarsýn, “ segir Þór.