Miðvikudaginn 2. apríl næstkomandi stendur Íslenski sjávarklasinn fyrir opnum degi fyrir framhaldsskólanema í Húsi sjávarklasans, Grandagarði 16.

Þar gefst framhaldsskólanemum, sem nú eru verkefnalitlir, tækifæri á að kynnast sjávarklasanum á Íslandi og sjá ýmsar afurðir, allt frá fiski og framleiðslutækjum til snyrtiafurða og lækningavara.

Viðburðurinn stendur frá 13 til 15 og er opinn öllum framhaldsskólanemum þeim að kostnaðarlausu.

Við hlökkum til að sjá sem flesta!