LYST

LYST pic

 

LYST 2016 verður haldin þann 2. mars næstkomandi í samstarfi við Food & Fun. LYST er alþjóðlegur viðburður sem fjallar um framtíð matvæliðnaðar í heiminum.
Breytingar í matvælaviðskiptum hafa verið mjög hraðar á síðustu misserum bæði vegna tæknibreytinga en einnig vegna vitundarvakningar hjá neytendum um uppruna og meðferð matvæla. Þessar breytingar hafa meðal annars gert það verkum að minni framleiðendur hafa aukin tækifæri til þess að keppa við stóra aðila í matvælageiranum.

Markmið LYST er að vekja athygli á þeim spennandi tækifærum sem íslenskir framleiðendur og frumkvöðlar standa frammi fyrir í ljósi breytinganna og hvernig Íslendingar geti nýtt sér eiginleika og sérstöðu landsins til að mæta, og jafnvel móta, kröfur neytenda framtíðarinnar.

Markmið LYST er að fræða, skemmta og veita þátttakendum innblástur til að grípa þau risavöxnu tækifæri sem standa fyrir dyrum í matvælaiðnaðinum á þessum tímamótum.

Á LYST munu koma fram alþjóðlegir sérfræðingar og áhrifavaldar, bæði meðal fjárfesta, smásala og frumkvöðla.