Hús ferðaklasans var opnað með pompi og prakt fyrr á árinu, þetta nýja klasahús er samstarfsverkefni Íslenska sjávarklasans og Íslenska ferðaklasans. Klasinn er vettvangur fyrir öflug fyrirtæki þar sem suðupottur nýrra hugmynda ásamt þátttöku aðila í ólíkum verkefnum verður til. Með því að opna þessar nýju dyr er komin forsenda fyrir aukinni samkeppnishæfni og verðmætasköpun til lengri tíma. Þetta hefur Íslenski sjávarklasinn sýnt fram á með ótal dæmum um farsæl verkefni innan veggja Húss sjávarklasans þar sem ólíkir aðilar hafa unnið saman að nýsköpunarverkefnum og frumkvöðlar fengið tækifæri á að vaxa og dafna í sterku tengslaneti.

Hús ferðaklasans er staðfestt á Fiskislóð 10, mitt í hringiðju vinsælla veitingastaða, afþreyingar fyrir ferðamenn, fjölda listagallería og ýmisskonar þjónustufyrirtækja. Aðilar sem nýta aðstöðuna í húsinu hafa möguleika á að draga úr ýmsum kostnaði sem verður sameiginlegur í þessu umhverfi eins og t.d internet, prentun, te og kaffi, eldhúsaðstaða, þrif og fundarrými svo eitthvað sé nefnt.

Enn eru nokkur pláss laus í Húsi ferðaklasans.

Ef þú ert aðili sem langar að komast í öflugt samfélag þar sem sköpun, drifkraftur og sterkt tengslanet fer saman þá hvetjum við þig til þess að hafa samband við framkvæmdastjóra Íslenska ferðaklasans: asta.kristin@icelandtourism.is, s: 861-7595

[Best_Wordpress_Gallery id=“31″ gal_title=“Íslenski ferðaklasinn“]