Íslenski sjávarklasinn verður með vinnuskóla í Grindavík um sjávarútveginn dagana 12. til 15. ágúst frá 8:30 til 12:30 fyrir hádegi. Nemendum sem fæddir eru árin 1998 og 1999 gefst kostur á að taka þátt í því starfi sem verður í boði. Nemendur fá greitt skv. launatöflu unglingavinnunnar í Grindavík. Skráning fer fram á Codland.is/vinnuskolinn og stendur til 7. ágúst.

Codland vinnuskólinn hefur það að markmiði að efla áhuga á sjávarútveginum og sýna nemendum þau víðfeðmu áhrif sem hann hefur á okkar samfélag. Nemendur fá fræðslu um sjávarútveginn, fara í vettvangsferðir og vinna verkefni sem tengjast nýsköpun sjávariðnaðarins.

HVAÐ VERÐUR GERT?

• Fræðsla um íslenskan sjávarútveg
• Vettvangsferðir í fiskvinnslur og skip
• Starfskynningar
• Starfsemi frumkvöðla
• Fullvinnsluverksmiðjan Codland
• Verkefni í nýsköpun
• Viðurkenningarskjal
• Gleði og gaman

Hægt er að finna facebook síðu skólans undir Codland vinnuskólinn.

Fréttin er tekin af www.vf.is og hana má nálgast  hérCodland will be hosting a  week long seminar for teens in Grindavík, born in 1999 and 1998 from August 12. throughout August 15. The teens will learn about the fishing industry and its importance to Iceland’s economy. They will be paid the same salary as Vinnuskólinn (The Worker’s school) pays its young workers.

Read more about the seminar on Codland’s  facebook page; Codland Vinnuskólinn