Verkstjórafundur Sjávarklasans verður haldinn í Húsi Sjávarklasans, föstudaginn 10. janúar næstkomandi í samstarfi við Iceland Seafood International og Icelandic Group. Á fundinum gefst verkstjórum í íslenskum sjávarútvegi tækifæri til að tengjast og fræðast um þær áskoranir og tækifæri sem við blasa greininni um þessar mundir.

Þetta er í annað sinn sem Sjávarklasinn stendur að fundi fyrir verkstjóra í íslenskum sjávarútvegi, en íslensku sölufyrirtækin stóðu að þeim um árabil fyrir aldamót. Þessir fundir efldu tengsl milli verkstjóra og skipst var á hugmyndum um bætta vinnslu og aðferðir. Markmiðið með að endurvekja verkstjórafundina er að auka samstarf, samvinnu og kynni á meðal verkstjóra í fiskvinnslufyrirtækjum og vinnsluskipum í landinu. Með því má auka verðmæti í sjávarútvegi.

Verð: 19.400 / 17.900 á mann fyrir hópa
Staðsetning: Hús Sjávarklasans, Grandagarði 16, 101 Reykjavík
Skráning á sjavarklasinn(hjá)sjavarklasinn.is til 8. janúar

Verkstjórafundur 2014 (3.1.2014)