Út er komin skýrsla Íslenska sjávarklasans um sjávarklasa við Norður-Atlantshaf. Meginmarkmið skýrslunnar var að kortleggja sjávarklasa á svæðinu og haftengda starfsemi í hverju landi fyrir sig. Þrátt fyrir að löndin búi yfir misjöfnum styrkleikum og veikleikum, eru eiginleikar þeirra um margt svipaðir. Þjóðirnar hafa einnig náð forystu á heimsvísu hvert á sínu sviði; Íslendingar í sjávarútvegi og fisktækni, Norðmenn í laxeldi og olíuvinnslutækni og svona mætti áfram telja.

Helstu niðurstöður skýrslunnar eru þær að þessi lönd standa frammi fyrir svipuðum áskorunum en öll búa þau yfir einstakri þekkingu og reynslu sem getur gagnast enn betur ef þau auka samstarf sín í milli. Allt eru þetta fremur lítil ríki sem keppa í alþjóðlegu umhverfi. Mikilvægt er að þessi lönd sameini krafta sína til þess að efla sérstöðu sína. Skýrsluna í heild sinni má nálgast hér.

Nánari upplýsingar um skýrsluna veitir höfundur, Vilhjálmur Jens Árnason, vja [@] sjavarklasinn.isThe Iceland Ocean Cluster has published a report about the North Atlantic Ocean Clusters. The main objective of the report was to map ocean clusters in the North Atlantic and to a certain degree the marine-related industries in the different countries. Despite their different strengths and weaknesses, the countries do show many correlations and similarities.

The main message of the report is that these countries are facing similar challenges and that they are equipped with unique know-how and experience which should enable them to find common solutions. They are all relatively small, are facing large competitors, and are in an economic environment in which globalisation is making our world smaller and more competitive. To ensure that they can stay among leading nations, it is important to combine forces and, by doing so, become stronger. Click here to read the full report.

For further information about the report, please contact Mr. Vilhjalmur Jens Arnason, vja [@] sjavarklasinn.is