[gdlr_notification icon=“icon-flag“ type=“color-background“ background=“#62bdc7″ color=“#ffffff“]Þú ert að lesa vefútgáfu af skýrslunni Efnahagsleg umsvif og afkoma sjávarklasans á Íslandi 2013. Hægt er að sækja skýrsluna í heild á PDF undir Útgáfa.[/gdlr_notification]

EH20141200px
Sjávarklasinn á Íslandi: Efnahagsleg umsvif og afkoma 2013
© Íslenski sjávarklasinn 2014
ISBN 978-9935-9083-6-0
Útgefandi: Íslenski sjávarklasinn
Höfundar: Bjarki Vigfússon, Haukur Már Gestsson & Þór Sigfússon

[gdlr_divider type=“thick“ ]

Inngangur

Sjávarútvegur er grunnatvinnuvegur á Íslandi og í skjóli hans hefur myndast svokallaður sjávarklasi; þyrping fjölmargra fyrirtækja sem öll tengjast sjávarútvegi, hafinu eða auðlindum þess með einhverjum hætti og hafa mikil viðskiptatengsl við sjávarútveginn. Rannsóknir Íslenska sjávarklasans á efnahagslegu umfangi þessa klasa síðastliðin ár sýna að fyrirtæki sem honum tilheyra standa undir um 25- 30% landsframleiðslunnar. Þar af hefur beint framlag hins hefðbundna sjávarútvegs (veiða og vinnslu) verið í kringum 10% á allra síðustu árum.

Í þessari skýrslu er birt efnahagslegt yfirlit yfir sjávarklasann á Íslandi fjórða árið í röð. Í stað þess að leggja höfuðáherslu á að meta tölfræðilega efnahagslegt umfang klasans í heild er kastljósinu nú beint að þeim breytingum og þeirri þróun sem nú á sér stað í sjávarútvegi og öðrum greinum sjávarklasans. Líkt og fyrri ár fylgir þó ítarlegri greining á veltu tæknifyrirtækja klasans og svo ýmsar efnahags- og aflatölur fyrir árið 2013. Skýrslan gefur þannig heildstæða mynd að stöðu sjávarútvegsins og sjávarklasans, lítur til baka á það sem liðið er en horfir einnig fram veginn og drepur á mörgum viðfangsefnum, tækifærum og áskorunum sem standa fyrirtækjum sjávarklasans á Íslandi næst.

[gdlr_divider type=“dotted“ ]

Næsta síða: Sjávarklasinn: Fjárfesting, stærri og hagkvæmari rekstrareiningar, eitt sjávarútvegsfyrirtæki á markaði