Íslenski

Sjávarklasinn

Íslenski sjávarklasinn er drifkraftur nýrra hugmynda og stuðlar að öflugu samstarfi fyrirtækja og frumkvöðla í sjávarútvegi og haftengdri starfsemi. Með sterkari tengingum og samvinnu opnast ný tækifæri til nýsköpunar og atvinnusóknar til framtíðar.

FRÉTTIR

Það er alltaf mikið um að vera í Sjávarklasanum!
Hér má sjá nýjustu fréttir. 

Sjávarklasinn heimsótti nýsköpunarfyrirtækið Vaxa

Sjávarklasinn heimsótti nýsköpunarfyrirtækið Vaxa

Með sjálfbærni að vopni ræktar VAXA hinar ýmsu matjurtir í lóðréttum landbúnaði (e. vertical farming). Í lóðréttum landbúnaði (e. vertical farming) eru matjurtir ræktaðar á mörgum hæðum með LED-ljósi og nýting á landi, orku og vatni þannig hámörkuð ásamt því að draga...

Erlendir fjölmiðlar sýna Sjávarklasanum mikinn áhuga

Erlendir fjölmiðlar sýna Sjávarklasanum mikinn áhuga

Í þessum mánuði hefur finnska sjónvarpið meðal annars heimsótt okkur og nú nýverið heimsótti Franska sjónvarpsstöðin France TV Sjávarklasann.  Allir fá að heyra um áhuga Íslendinga á að nýta fiskinn eins vel og kostur er!

Þriðji fundur Hringrásarhóps var haldinn í Grósku

Þriðji fundur Hringrásarhóps var haldinn í Grósku

Fjörugar umræður spunnust og ýmsar hugmyndir komu fram. Markmiðið er að efla tengsl á milli aðila og auka þekkingu. Íslenski ferðaklasinn hafði forystu á fundinum og fórst afar vel úr hendi. Sjávarklasinn hóf þessa vegferð en nú koma ýmsir öflugir aðilar að þessum...

Vinnustofa um bjálkakeðjur í sjávarútvegi á Norðurslóðum

Vinnustofa um bjálkakeðjur í sjávarútvegi á Norðurslóðum

Íslenski sjávarklasinn hefur tekið þátt í Evrópuverkefninu DisruptAqua undanfarið ár ásamt Highlands and Islands Enterprise í Skotlandi og Nofima í Noregi. Haldnar hafa verið tvær ráðstefnur í netheimum en núna er komið að vinnustofu í Noregi. Áhersla verkefnisins er...

Aukið klasasamstarf um nýsköpun á landsvísu 

Aukið klasasamstarf um nýsköpun á landsvísu 

Þrír öflugir nýsköpunarklasar á sviði sjálfbærni, nýsköpunar og orkuskipta; Sjávarklasinn, Eimur og Blámi, hafa ákveðið að efla samstarf. Með þessu samstarfi er ætlunin að auka tengsl á milli frumkvöðla á Norðvestur- og Norðurlandi og frumkvöðla Sjávarklasans. Þessir...