Norrænar frumkvöðlabúðir_17Í dag kíktu til okkar í Hús sjávarklasans nemendur og kennarar úr norrænum frumkvöðlabúðum sem haldnar eru á vegum Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Frumkvöðlabúðirnar verða haldnar hjá þeim í vikunni og taka um 30 nemendur og kennarar frá Danmörku, Noregi, Finnlandi og Íslandi þátt í verkefninu.

Tilgangur heimsóknar þeirra í Sjávarklasann var að leitast eftir innblæstri fyrir verkefni Frumkvöðlabúðanna sem tengjast sjávarútvegi, hafinu og höfninni. Nemendurnir eiga að koma með hugmyndir að nýjum lausnum, vörum eða hönnun eða leiðir til að bæta það sem þegar er til staðar. Þau eiga einnig að leggja fram tillögu að markaðssetningu hugmyndarinnar.

Nemendurnir fengu leiðsögn um Hús sjávarklasans kynningu á nýsköpun í sjávarútvegi ásamt hvatningarorðum frá nokkrum af frumkvöðlunum í húsinu um þeirra vegferð og starfsemi. Kristinn Jón Ólafsson sagði frá ástríðu frumkvöðla, Davíð Tómas Davíðsson sagði frá þróun Codlands og collagen lausnum. Að lokum sagði Karl Guðmundsson hjá Florealis frá því hvað það er að vera frumkvöðull og hverju eigi að leita eftir til að koma til móts við þarfir neytenda.

Þetta er afar skemmtilegt og krefjandi sólarhringsverkefni sem nemendur kynna svo fyrir dómnefnd sem velur besta verkefnið út frá ákveðnum forsendum. Við vonum svo sannarlega að þau hafi yfirgefið Sjávarklasann full af innblæstri og hugmyndum fyrir sín verkefni.