Hafréttarstofnun Íslands og Íslenski sjávarklasinn gangast fyrir námskeiði í hafrétti fyrir almenning í Húsi Sjávarklasans, Grandagarði 16, Reykjavík, föstudaginn 7. október 2022 kl. 9.00 til 12.00.
Þór Sigfússon, stofnandi og stjórnarformaður Sjávarklasans, setur námskeiðið og kennsla er í höndum Tómasar H. Heiðar, varaforseta Alþjóðlega hafréttar- dómsins í Hamborg og forstöðumanns Hafréttarstofnunar, Birgis Hrafns Búasonar, deildarstjóra hafréttarmála í utanríkisráðuneytinu, og Snjólaugar Árnadóttur, lektors við lagadeild HR og forstöðumanns Sjálfbærni- og loftslagsréttarstofnunar.
-Hver var þáttur Íslendinga í þróun hins nýja hafréttar á 20. öld?
-Hvað eru grunnlínur, innsævi, landhelgi, efnahagslögsaga, landgrunn, úthaf og alþjóðlega hafsbotnasvæðið?
-Hvaða reglur gilda samkvæmt hafréttarsamningnum og öðrum alþjóðasamningum um fiskveiðar, hvalveiðar, siglingar
og lausn deilumála?
-Hver er staða mála varðandi ákvörðun ytri marka landgrunns Íslands utan 200 mjómílna?
-Hvaða lausnir eru færar til að takast á við helstu viðfangsefni nútímans, svo sem verndun líffræðilegs fjölbreytilika hafsins utan lögsögu ríkja og áhrif hækkandi sjávarborðs vegna loftlagsbreytinga á grunnlínur og mörk hafsvæða?
Um þetta og fleira munu þátttakendur námskeiðsins fræðast um.
Þátttakendur eru beðnir að skrá sig á netfangið sjavarklasinn@sjavarklasinn.is. Skráningargjald, kr. 1.000, greiðist á námskeiðinu. Boðið er upp á kaffiveitingar í hléi.
Við hlökkum til að sjá ykkur!