Nýverið varði Eva Íris Eyjólfsdóttir meistararitgerð sína sem nefnist Markaðshneigð og markaðsleg færni lítilla tæknifyrirtækja í sjávarútvegi á Íslandi. Markmið rannsóknarinnar var að komast að því hversu markaðshneigð lítil tæknifyrirtæki í sjávarútvegi eru og hversu mikilli markaðslegri færni þau búa yfir.

Eftirfarandi er hluti af útdrætti rannsóknarinnar:

„Helstu niðurstöður voru að fyrirtækin meta markaðshneigð sína nokkuð góða og þá  helst hvað varðar samskipti við viðskiptavini og viðbrögð við upplýsingum. Fyrirtækin telja sig með örlítið meiri markaðslega færni heldur en keppinauta sína á öllum víddum nema á þeirri sem fjallaði um auglýsingar. Sterk jákvæð tengsl voru bæði á milli markaðshneigðar og markaðslegrar færni og markaðslegrar færni og árangurs. Það þýðir að því markaðshneigðara sem fyrirtæki er því meiri markaðslegri færni býr það yfir og því meiri markaðslegri færni sem fyrirtæki býr yfir því betri verður árangur þess.“

Eva Íris vann að fyrstu rannsókninni við viðskiptadeild Háskóla Íslands sem varð upphafið að Íslenska sjávarklasanum.  Þar vann hún m.a. við kortlagningu tæknifyrirtækja í sjávarútvegi.

Við viljum benda þeim sem hafa áhuga á að lesa verkefnið geta nálgast það á Skemmunni eða með því að smella hér.