Verkefnið Til sjávar og sveita er samstarfsverkefni Icelandic Startups og Íslenska sjávarklasans sem hafa um árabil leitt saman frumkvöðla, fjárfesta og leiðandi sérfræðinga með verðmætasköpun og samfélagslegan ávinning að leiðarljósi.

Við óskum eftir öflugum teymum með verkefni sem snúa að hátækni í matvælaiðnaði, nýjum lausnum í landbúnaði og haftengdum iðnaði og betri nýtingu hráefna þar sem sjálfbærni og nýsköpun eru höfð að leiðarljósi. Við óskum einnig eftir nýjum tæknilausnum á sviði smásölu, s.s. við birgðastýringu, greiðslumiðlun og flutning

Umsóknarfrestur er til og með 15. júní n.k. 

Bakhjarlar verkefnisins eru Matarauður Íslands, Nettó, Landbúnaðarklasinn og Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið.

Kíkið á www.tilsjavarogsveita.is til þess að sækja um.