Sjávarklasinn hefur hafið undirbúning á kynningu á þeirri tækni, ráðgjöf og þjónustu sem íslensk fyrirtæki geta veitt á alþjóðamarkaði á sviði nýtingar hliðarafurða fisks. 

COVID19 hefur gert sjávarútvegi um allan heim erfitt fyrir. Mörg erlend sjávarútvegs- og vinnslufyrirtæki þurfa því nú enn meira en áður að skoða alla möguleika til að nýta betur afurðir og fá þannig meiri verðmæti.

Rannsóknir benda til þess að flestar þjóðir nýti ekki eða nýti illa hliðarafurðir fisksins; haus, bein og roð, innyfli o.þ.h. Íslendingar hafa á hinn bóginn skapað sér nafn sem sú þjóð sem nýtir vel hliðarafurðir sjávarfangs og fjömörg fyrirtæki eru starfrækt á Íslandi sem sinna rekstri á þessu sviði. 

 

Screenshot 2020-05-22 at 14.49.40

Sjávarklasinn óskar eftir upplýsingum frá þeim aðilum sem bjóða upp á tækni á þessu sviði, ráðgjöf eða aðra þjónustu sem nýst getur erlendum aðilum sem vilja bæta nýtingu sjávarafurða. Þegar búið er að ná saman þeim einstaklingum, stofnunum og fyrirtækjum, sem áhuga hafa á að efla samstarf á þessu sviði, verður farið í að undirbúa frekar kynningu.

Nánari upplýsingar veitir Sigurður D. Stefánsson nýsköpunarstjóri Sjávarklasans í síma  8697717   sigurdur@sjavarklasinn.is.