Fimmtudaginn 6. febrúar nk. kl 14:00 mun Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra veita sérstakar viðurkenningar Íslenska sjávarklasans til einstaklinga og fyrirtækja sem stuðluðu að eflingu samstarfs og samvinnu innan klasans á árinu 2019.

Sjávarklasinn hefur innan sinna raða fjölmarga frumkvöðla og fyrirtæki, sem hafa brennandi áhuga á að efla samstarf milli ólíkra aðila og sjá þannig hugmyndir verða að veruleika.

Þeir einstaklingar og fyrirtæki, sem hljóta viðurkenningu Sjávarklasans að þessu sinni hafa leitt áhugaverð samstarfsverkefni sem hafa stuðlað að nýsköpun og bættum tengslum á milli ólíkra aðila.

Íslenski sjávarklasinn veitir á hverju ári viðurkenningar af þessu tagi en tilgangur þeirra er að hvetja til aukins samstarfs innan bláa hagkerfisins.

Afhendingin fer fram í Húsi Sjávarklasans að Grandagarði 16  fimmtudaginn 6. Febrúar og hefst hún eins og áður segir kl 14:00.