Íslenska tæknifyrirtækið D-Tech, sem hefur aðsetur í Húsi Sjávarklasans, mun setja upp hreinsibúnað fyrir fiskvinnslu Fogo Island Co-Operative Society á Nýfundnalandi með tæplega 55 þúsund dala styrk frá sjávaútvegsráðuneyti Nýfundnalands.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá sjávarútvegsráðuneyti Nýfundnalands sem send var út 13. janúar síðastliðinn. Tækni D-Tech mun leiða til minni vatns- og efnanotkunar við þrif og lækka þannig rekstrarkostnað um leið og öll vinnslan verður hagkvæmari og umhverfisvænni. 

Fréttatilkynninguna í heild sinni má lesa hér