Íslenski sjávarklasinn hlaut nýverið viðurkenningu fyrir framúrskarandi klasastjórnun og fékk bronsmerkinguna „Cluster Management Excellence Label BRONZE – Striving for Cluster Excellence„.

Viðurkenningin sýnir áhuga klasans á góðri klasastjórnun sem endurspeglast í þátttöku hans í European Cluster Excellence Initiative benchmarking exercise. Við erum einstaklega stolt af þessari viðurkenningu og er hún góður hvati til að gera enn betur í komandi framtíð. Sérstök athöfn fer fram í lok sumars þar sem viðurkenningin verður veitt með formlegum hætti.

Nánari upplýsingar um ESCA og ECEI kerfið er hægt að nálgast á www.cluster-analysis.org.

The Iceland Ocean Cluster has been awarded with the “Cluster Management Excellence Label BRONZE – Striving for Cluster Excellence”.

This label demonstrates the interest of the cluster management organisation in cluster excellence which is reflected through its participation in the European Cluster Excellence Initiative benchmarking exercise. We at the Iceland Ocean Cluster are very proud of this acknowledgement which encourages us to go even further. An Icelandic awarding ceremony has been planned after the summer.

Further background information on ESCA and the ECEI label system can be found on www.cluster-analysis.org.