Sjávarklasinn tók virkan þátt í Hringborði Norðurslóða og var m.a. í pallborði á þremur fundum í Hörpu um m.a. Menntun, Samstarf Alaska og Íslands og Matvælanýsköpun. Þá komu systurklasar okkar í heimsókn og haldinn var tengslafundur með þeim og öðrum klösum sem sóttu Hringborðið. Auk þess tók klasinn á móti á annað hundrað gestum á Grandanum.

Hringborð Norðurslóða hefur reynst afar mikilvægur vettvangur fyrir Sjávarklasann til að tengjast verkefnum á Norðurslóðum og efla samstarf.