Hús sjávarklasans verður formlega opnað að Grandagarði 16 í Reykjavík í dag, miðvikudaginn 26. september kl. 16-18.

Húsið er í eigu Faxaflóahafna og hefur Íslenski sjávarklasinn tekið það á leigu fyrir ýmsa starfssemi sem tengist sjávarklasanum. Hús sjávarklasans mun hýsa ýmis fyrirtæki sem tengjast tækni fyrir sjávarútveg og fiskvinnslu, sem og þjónustufyrirtæki sjávarútvegs.

Opnun hússins er liður í að efla samstarf fyrirtækja í sjávarklasanum og auka verðmætasköpun innan hans.

Við hlökkum til að sjá þig.

Sjá boðskort.

The Ocean Cluster House will formally open at Grandagardur 16 in Reykjavik, today, Wednesday 26th of September at 16-18.

The house is owned by Faxaflóahafnir, Associated Icelandic Ports and has the Iceland Ocean Cluster made a rental agreement for ocean related businesses. The Iceland Ocean Cluster will host various fish technology companies as well as service providers for the fishing industry.

Opening of the house is a part of increased cooperation in the ocean cluster and value creation.

We look forward to seeing you!