IMG_4710Heilsudrykkurinn Ocean Energy varð hlutskarpastur í keppni nemenda Codlandsskólans í Grindavík í sumar. Codlandsskólinn var starfræktur í Grindavík í júlímánuði og var aðsókn mjög góð.

IMG_4699
„Codlandsskólinn er til mikillar fyrirmyndar og gott að vita að útgerðarfyrirtækin sem standa að Codland sýni forystu í að kynna ungu fólki tækifærin í öllum sjávarklasanum“, segir Þór Sigfússon framkvæmdastjóri Íslenska sjávarklasans. „Það sama hefur Síldarvinnslan gert á Austurlandi. Við viljum sjá fleiri útgerðarfyrirtæki taka svona frumkvæði.“ Þór segir einstakt á Íslandi hversu mörg nýsköpunarfyrirtæki sem tengist sjávarútvegi hafi orðið til í sjávarþorpum vítt og breitt um landið. Þar er styrkur nýsköpunarinnar að vera nálægt grunnatvinnuveginum. „Við getum búið til fleiri frumkvöðla um allt land með því að efla áhuga grunnskólanemenda á nýsköpun“, segir Þór.