Hópur nemenda í MBA námi við háskólann í Edinborg heimsótti Hús Sjávarklasans á dögunum til að kynnast starfsemi klasans og hússins. Hópurinn samanstóð af 11 nemendum frá tíu löndum ásamt tveimur kennurum við skólann. Þau sýndu starfseminni mikinn áhuga og eru mjög spennt fyrir samstarfi milli fyrirtækja í klasanum og nemenda háskólans.

Meðfylgjandi mynd sýnir áhugasama nemendur hlýða á Bjarka Vigfússon, hagfræðing Íslenska sjávarklasans þegar hann segir þeim frá öllum þeim vörum sem hafa komið til með fullnýtingu sjávaraflans hér á landi.

MBA students from Edinburgh University