Föstudaginn 16. janúar síðastliðinn fór fram athöfn í Húsi sjávarklasans þar sem veitt var MSC (Marine Stewardship Council) vottun fyrir íslenskar grásleppuveiðar. MSC fiskveiðivottunin er til vitnis um sjálfbærni veiðanna en þetta er í fyrsta sinn sem grásleppuveiðar fá MSC vottun. Hér á landi er það vottunarstofan Tún sem framkvæmir vottunarferlið en vottunarstaðall MSC nýtur víðtækrar viðurkenningar í heiminum.

Vottunarskíteinið verður nú flutt yfir í Iceland Sustainable Fisheries (ISF) sem fyrir heldur utan um MSC vottanir í þorski, ýsu, gullkarfa og báðum síldarstofnunum hér við land. Allir hluthafa ISF geta því selt grásleppuafurðir sínar sem MSC vottaðar en um 330 bátar stunda veiðarnar nú.

Bæði MSC og ISF eru með skrifstofur sínar í Húsi sjávarklasans.