Fundur sjávarklasa frá sex löndum við Norður Atlantshaf var haldinn í Reykjavík dagana 24.-25. maí sl.  Fulltrúar frá Danmörku, Færeyjum, Grænlandi, Noregi og Kanada auk Íslands sóttu fundinn.  Fundurinn var haldinn að frumkvæði Íslenska sjávarklasans og með stuðningi frá NORA og Nordic Innovation.

Á fundinum voru rædd málefni sem snerta haftengda fyrirtækjastarfsemi á Norður Atlantshafi eins og flutninga- og hafnstarfsemi, fullvinnslu og markaðssetningu sjávarafurða, fiskeldi, olíu- og gasiðnaðinn, menntun tengda hafinu, umhverfismál og sjálfbærni, norðurskautssiglingar o.fl.

Á fundinum voru kynnt drög að skýrslu eftir Vilhjálm Jens Árnason þar sem kortlögð er öll starfsemi sjávarklasa á Norður Atlantshafi og reynt að meta styrkleika hvers klasa fyrir sig og alls svæðisins. Stefnt er að því að skýrslan komi út í júlímánuði næstkomandi.

Stefnt er að næsta fundi hópsins í upphafi vetrar í Skandinavíu.  Til umræðu á þeim fundi verður m.a. hugsanleg stofnun sérstaks samstarfsvettvangs klasa á Norður Atlantshafi (North Atlantic Cluster Alliance), aukin fyrirtækjatengsl og rannsóknasamstarf.

Steen Sabinsky framkvæmdastjóri Maritime Center Denmark:

„Þetta var árangursríkur fundur þar sem fólk skiptist á skoðunum  um möguleika í samstarfi, áskoranir, viðskiptatækifæri, rannsóknir og þróun og margt fleira.  Stjórnendur klasanna voru sammála um að tækifærin til verðmætasköpunar og fjölgunar starfa væru mikil ef klasarnir vinna saman og nýta styrk hvers og eins.“

 Robert Wolff sérfræðingur hjá SINTEF í Noregi:

„Þegar við leggjumst á eitt er það sterkt afl.  Samstarf um þekkingaröflun og hátækni er það sem við eigum að einbeita okkur að.“

Leslie O´Reilly framkvæmdastjóri OceansAdvance klasans á Nýfundnalandi:

„Það er margt sem við Kanadamenn getum lært af Íslendingum og það er með ólíkindum hvað hægt er að gera meira af vörum úr fiskinum.  Ég held þið Íslendingar getið hjálpað okkur að hugsa þetta upp á nýtt.“

[singlepic id=60 w=320 h=240 mode=watermark float=]

 The meeting of North Atlantic marine/ocean clusters held in Reykjavik May 24-25 was attended by leaders from marine/ocean clusters from Canada, Denmark, Faroe Islands Greenland, Iceland and Norway.

The meeting is a part of the project “North Atlantic Ocean Clusters” which was initiated by the Iceland Ocean Cluster and supported by Nordic Innovation, NORA and members of the Iceland Ocean Cluster. The aim of the project is to increase cooperation among ocean/marine clusters in the North Atlantic region.

„This was a fruitful meeting with open minded debate and discussions about the possibilities, challenges, opportunities in business development, R&D, new technology, best practice, bench marking and sharing of knowledge and know-how“, says Steen Sabinsky Managing Director of the Danish maritime network. „The cluster managers agreed that the potential for growth and job creations is great, if we manage to build on existing strength at each Marine/Maritime Cluster and further develop new business opportunities, not yet discovered“.

A draft report was introduced which aims to map all marine/ocean cluster activities in the North Atlantic and evaluate strengths and possible weaknesses. The report will be published formally in July 2012.

Various topics were addressed an identified as potential for further evaluations at the meeting:

  • New innovative products.
  • Transport and Logistic – new shipping routes not yet discovered.
  • R&D in creating sustainable development of processing of seafood and other resources from the ocean.
  • Marketing the North Atlantic Seafood as one brand.
  • Think-tank – Young People in the North Atlantic Countries – New business not yet discovered.
  • Competence and education development.
  • Full utilization of the fish.
  • Mapping and bench marking strength and opportunities.
  • Agriculture in the North Atlantic Ocean.
  • Oil, minerals, offshore wind, wave energy.

The participants expressed interest in further developing the relationships among the clusters.  At the next meeting in Scandinavia in the autumn 2012, a further discussion about establishing formerly the “North Atlantic Marine Cluster Alliance” will take place.

„After this meeting we are firm believers there are great opportunities in further cooperation among the marine clusters in the North Atlantic,“ says Thor Sigfusson, founder and Managing Director of the Iceland Ocean Cluster. „This meeting was very useful for the Iceland Ocean Cluster. We learned about the more developed clusters in Scandinavia and Canada. The relationships which were developed can also lead to more value creation for our members.”

[singlepic id=60 w=320 h=240 mode=watermark float=]