flutningalandid-island-22-september-

Ráðstefna Íslenska sjávarklasans, Flutningalandið Ísland, var haldin öðru sinni í Hörpu miðvikudaginn 30. september síðastliðinn. Fjölmenni var á ráðstefnunni og voru gestir sammála að um ánægjulegt væri að fjalla svo ítarlega um flutninga og málefni þeirra í samhengi við íslenskt atvinnulíf. Þrettán verulega áhugaverð erindi voru flutt á ráðstefnunni frá forsvarsmönnum fyrirtækja frá Íslandi, Grænlandi, Bandaríkjunum og Hollandi eins og sjá má á dagskrá ráðstefnunnar hér að ofan.

Við þökkum fyrirlesurum, gestum og samstarfsaðilum ráðstefnunnar kærlega fyrir og hlökkum til að endurtaka leikinn að ári. Myndir frá ráðstefnunni má sjá hér að neðan og á fésbókarsíðu Íslenska sjávarklasans. Þá má sækja glærur frá erindum hér að neðan á PDF formi.

Einnig bendum við á umfjöllun Vísis, Viðskiptablaðsins, Morgunblaðsins og Sjávarafls um ráðstefnuna.