Ferðaþjónusta Íslenska sjávarklasans

Ferðaþjónusta Íslenska sjávarklasans

Íslenski sjávarklasinn býður upp á ferðir með leiðsögn um Hús Sjávarklasans, kynningu á starfsemi Íslenska sjávarklasans og íslenskum sjávarútvegi almennt sem og kynningu á ýmsum vörum sem tengjast fullnýtingu íslenskra sjávarafurða og nýsköpun.

Íslenski sjávarklasinn tengir saman fólk og fyrirtæki í sjávarklasanum og er drifkraftur nýrra hugmynda og stuðlar að öflugu samstarfi fyrirtækja og frumkvöðla í sjávarútvegi og haftengdri starfsemi. Með sterkari tengingum og samvinnu opnast ný tækifæri til nýsköpunar og atvinnusóknar til framtíðar. Hús Sjávarklasans er samfélag fyrirtækja og frumkvöðla í hafsæknum greinum og er staðsett í hjarta Reykjavíkurhafnar. Í Húsinu hafa 50 framsækin fyrirtæki í sjávarútvegi aðsetur og eru þetta ýmist ný eða rótgróin fyrirtæki. Húsið hefur verið nefnt suðupottur nýrra hugmynda og nýsköpunar í sjávarútvegi.

Á hverju ári tökum við á móti hundruðum gesta í Húsi Sjávarklasans og er almennt mikill áhugi á starfseminni og íslenskum sjávarútvegi almennt. Til okkar koma m.a. ferðamenn, fólk í viðskiptaerindum, fræðimenn, nemendur og aðrir þátttakendur og áhugasamir um íslenskan sjávarútveg.

Fyrir nánari upplýsingar og bókanir vinsamlegast hafðu samband við Íslenska sjávarklasann á sjavarklasinn[hjá]sjavarklasinn.is eða í síma 577-6200.

Hafa samband

FMS_ferdaskipuleggjandi