Nýsköpunarhádegi

Nýsköpunarhádegi

Mikil umræða hefur skapast á síðustu misserum um nýsköpun í tæknigeiranum, en hvaða áskorunum standa matarfrumkvöðlar fyrir og hvernig samræmist það áætlunum um Ísland sem matvælaland?
Gísli Matthías Auðunsson, matreiðslumeistari á Slippnum og Mat og Drykk mun hefja fundinn og stýra umræðum. Brynhildur Pálsdóttir, matarhönnuður, Stefán Atli Thoroddsen, framkvæmdastjóri Crowbar Protein og Óskar Þorðarson framkvæmdastjóri Omnom munu ræða málin og sitja fyrir svörum úr sal.
Boðið verður upp á léttar veitingar og það er frítt inn.