Hátíð hafsins í Húsi sjávarklasans
Það verður mikið sprell og húllumhæ í Húsi sjávarklasans á Hátíð hafsins dagana 4. og 5. júní 2016, kl. 12-16 báða dagana.
Á dagskránni verður m.a.:
- Teiknismiðja frá Hátíð Hafsins
- Skipasmíðastöð frá Navis
- Acuaphonic ræktunarkerfi frá Svinnu
- Ískrapavél frá Thorice
- Fablab
- Rafstýrðir toghlerar frá Pólar Thoghlerum
- Spilaborð frá Aflakló
- Bergsson RE selur gómsætar veitingar í anda Sjómannadagsins
Dagskráin fer fram á Bergsson RE og neðri hæð hússins við Grandagarð 16.
Nánari dagskrá birt síðar.