1200 tonn – HönnunarMars
Á hverju ári rekur hundruð tonna af netum, köðlum, plasti og öðrum úrgangi á strandir Íslands. Hvernig má nýta þennan efnivið í hönnun og nýsköpun? Á sýningunni 1200 tonn í Húsi sjávarklasans eru tækifærin til að gæða þetta hráefni nýju lífi könnuð í nokkrum eftirtektarverðum verkum. Hönnuðir: Þórunn Árnadóttir, Dagný Bjarnadóttir, Kristbjörg Guðmundsdóttir og Milja Korpela.
Opnunartímar:
Á meðan HönnunarMars stendur, 12.-13. mars 2015
Fim 11-19, Fös 11-18 (Lokað 14.-15. mars)
Eftir HönnunarMars, 16.-20. mars 2015
Virka daga 11-16