Danski frumkvöðulinn og veitingahúseigandinn Claus Meyer heimsótti Hús sjávarklasans fyrr í dag ásamt fríðu föruneyti starfsmanna sinna. Í heimsókninni fékk sendinefndin meðal annars kynningu á ýmsum íslenskum matvælum og fræðslu um fullvinnslu sjávarafurða hér á landi og nýja strauma í sjálfbærri matvælaframleiðslu.

Meyer er landsþekktur í Danmörku en hann starfaði lengi í fjölmiðlum og hefur stofnað fjölmörg bakarí, veitingastaði, matvælafyrirtæki og sælkeramerki síðustu áratugi og haft mikil áhrif sem einn helsti spámaður þeirrar hreyfingar sem kennd er við nútíma norræna matargerð og borið hróður hennar víða. Meyer er meðal annars einn stofnenda hins nafntogaða veitingastaðar Noma í Kaupmannahöfn sem er merktur tveimur Michelin-stjörnum og hefur margsinnis verið flokkaður meðal bestu veitingastaða í heimi.

Myndir frá heimsókninni:

Meyer1 Meyer6  Meyer3  Meyer5