Íslenski sjávarklasinn og danski klasinn Offshoreenergy.dk hafa ákveðið að auka samstarf fyrirtækja í klösunum tveim um eflingu þekkingar og samstarfs í sambandi við uppbyggingu olíu- og gasiðnaðarins á Grænlandi. Með samstarfinu verður stefnt að því að nýta þekkingu danskra fyrirtækja á sviði olíuiðnaðarins og reynslu íslenskra fyrirtækja á margháttaðri starfsemi á Grænlandi. Danski klasinn, sem hefur innan sinna vébanda yfir 270 fyrirtæki og stofnanir, og þar á meðam nær öll stærstu fyrirtæki Danmerkur á þessu sviði, hefur starfækt systurklasa á Grænlandi sem nefnist Offshore Greenland.

Ætlunin er að Offshore Greenland verði jafnframt samstarfsaðili Íslenska sjávarklasans í þessu verkefni.

Lögð er rík áhersla á það af beggja hálfu að vinna í nánu samstarfi við grænlensk fyrirtæki og stofnanir og reyna með samstarfinu að efla þríhliða samskipti í uppbyggingu og þróun grænlenska olíu- og gasiðnaðarins.

Samstarf klasanna varð til í kjölfar verkefnis sem stutt var af NORA og Nordic Innovation sem hafði að markmiði að efla tengsl milli klasa á Norðurlöndum í haftengdum greinum.

„Það eru mögulega mikil tækifæri í uppbyggingu olíu- og gasiðnaðarins á Grænlandi og við Íslendingar getum nýtt okkar reynslu af verkefnum á norðlægum slóðum í þeim. Samstarf við Offshoreenergy.dk getur skapað tækifæri fyrir fyrirtæki innan Íslenska sjávarklasans,“ segir Þór Sigfússon, framkvæmdastjóri Íslenska sjávarklasans.The Iceland Ocean Cluster and the Danish cluster Offshoreenergy.dk, have increased their cooperation to promote knowledge sharing and cooperation for further development of the oil and gas industry in Greenland. The cooperation aims to utilize the knowledge of Danish companies in the oil industry and the experience of Icelandic operations in Greenland. The Danish cluster, which has about 270 companies and organizations within its operations also has a sister cluster in Greenland, named Offshore Greenland.

Offshore Greenland will also be working with the Iceland Ocean Cluster on this project.

The joint cooperation is a result of a NAOCA project sponsored by NORA and Nordic Innovation. The aim of the project is to increase cooperation amongst clusters in the Nordic countries in marine related industries.