Ný greining Sjávarklasans á nýtingu hliðarafurða þorsks sýnir að Íslendingar standa mun framar en aðrar þjóðir í þessum efnum. Á meðan aðrar þjóðir nýta 50-60% af þorskinum eru íslensk fyrirtæki að nýta allt að 90%.

Enn eru þó umtalsverð tækifæri til að auka fullvinnslu hliðarafurða hérlendis. Stór hluti hliðarafurða er sendur óunninn úr landi og enn eru um 10% hliðarafurða sem ekki eru nýttar.  Í greiningunni er nefnt að tækifæri kunni að vera til frekari samruna fyrirtækja á þessu sviði en um 35 fyrirtæki eru starfandi hérlendis sem vinna mestmegnis með hliðarafurðir.

Sjá nánar hér