Þann 7.-8. janúar nk. verður haldinn fjórði Verkstjórafundur Íslenska sjávarklasans í Húsi sjávarklasans, Grandagarði 16.   

Áhersla fundarins að þessu sinni verður á öryggismál, stjórnun og leiðtogahlutverk. Auk þess verða kynntar ýmsar tækninýjungar fyrir fiskvinnslur og nýjar vörur og nýsköpun í sjávarútvegi. Á fundinum verða margir áhugaverðir fyrirlestrar og sérstakir gestir verða Heimir Hallgrímsson þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu sem mun fjalla um leiðtogahæfni og stjórnun og Gerður Gestsdóttir mannfræðingur sem fjalla mun um erlent vinnuafl og samskipti. Verkstjórafundurinn er að hluta til unninn í samstarfi við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og Öryggisáðstefnu þeirra á Grand hóteli Reykjavík. 

Tilgangur Verkstjórafundanna er fyrst og fremst að hvetja til og efla samstarf á milli þeirra sem fremst standa í fiskvinnslu í landinu. Þátttakendur fá tækifæri til að kynnast betur, efla þekkingu sína og styrkja tengslanet. Farið er yfir helstu áskoranir í fiskvinnslu hverju sinni og hugmyndir um hvernig bæta megi ferla og aðferðir. Þannig má auka heildarverðmæti í sjávarútvegi með bættum vinnsluaðferðum og aukinni nýtingu sjávarafurða.

Dagskrá fundarins má nálgast hér og skrá sig með því að smella hér

Nánari upplýsingar um fundinn veitir Eyrún Huld Árnadóttir eyrun@sjavarklasinn.is s. 866-3135.