Hinn 31. janúar síðastliðinn var haldinn fundur fyrir verkstjóra í íslenskum útgerðarfyrirtækjum hjá Íslenska sjávarklasanum.  Um 50 verkstjórar og framleiðslustjórar frá ýmsum fiskvinnslum vítt og breitt um landið mættu á fundinn sem haldinn var í Grindavík.

Verkstjórafundir voru haldnir um árabil fyrir verkstjóra í sjávarútvegsfyrirtækjum.  Þessir fundir efldu tengsl milli verkstjóra og skipst var á hugmyndum um bætta vinnslu og aðferðir. Markmiðið með að endurvekja verkstjórafundina er að auka samstarf, samvinnu og kynni á meðal verkstjóra í fiskvinnslufyrirtækjum og vinnsluskipum í landinu.  Með því má auka verðmæti í sjávarútvegi.

Á fundinum gafst verkstjórum tækifæri til þess að tengjast og fræðast um þær áskoranir og tækifæri sem blasa við greininni um þessar mundir.

Flutt voru erindi um menntun í fiskvinnslutækni, fullvinnslu aukaafurða, markaðs- og flutningamál afurða, sjálfvirkni í vinnslu, rannsóknir og þróun.  Ráðstefnustjóri var Ásmundur Friðriksson.

Að ári er ætlunin að sambærilegum fundi og er stefnt að því að hann verði haldinn hinn 10. janúar 2014.

Nánari upplýsingar um fundinn veitir Ásmundur Friðriksson í síma 8943900 eða í netfanginu asmundurf@simnet.is eða Arnar Jónsson í síma 6612483 eða í netfanginu arnar@sjavarklasinn.is.Plant managers in Icelandic fish processing plants met at a special workshop at the Iceland Ocean Cluster. Over 40 plant managers attended the meeting which was very successful.

„The challenge for a seafood cluster is to get the right people involved. The plant managers in the seafood industry in Iceland are a major part of the success of the Iceland seafood industry. We are connecting these people and making sure good ideas flow better,“ says Thor Sigfusson at the Iceland Ocean Cluster. The group decided to focus on full utilisation of the fish and sharing ideas regarding that.

The next meeting is planned January 10, 2014.