Haustið 2013 tóku sig saman 18 fyrirtæki, sem starfa innan flutninga- og hafnahóps Íslenska sjávarklasans, og mörkuðu sér sameiginlega stefnu um flutninga og vörustjórnun til ársins 2030. Stefnan var sett fram í sérstakri skýrslu þar sem staða greinarinnar er tekin saman og stefna sett til framtíðar, en skýrsluna má finna hér á vefnum, undir útgáfa.

Þetta er í fyrsta sinn sem svo breiður hópur úr nær öllum megingreinum flutninga- og hafnarstarfsemi á Íslandi mótar heildstæða langtímastefnu sem miðar að því að styrkja samkeppnisstöðu landsins á þessu sviði. Útgáfa stefnunnar markar fyrirheit um að byggja megi á sterkum grunni og efla til muna flutningastarfsemi á Íslandi á næstu árum og áratugum.

Fyrirtækin sem tóku þátt í stefnumótunarvinnunni starfa á sviði flugflutninga, skipaflutninga, hafnarstarfsemi, flugvallastarfsemi og ýmissi annarri stoðstarfsemi í tengslum við flutninga og vörustjórnun á Íslandi. Stefnan er afrakstur vinnu þessara fyrirtækja og endurspeglar metnað þeirra til efla og þróa atvinnugreinarnar og stuðla þannig að bættri samkeppnisstöðu Íslands.

Í stefnunni eru þrjú forgangsverkefni sett á oddinn til ársins 2030:

  1. Ísland verði þjónustumiðstöð vegna fyrirsjáanlegrar efnahagsuppbyggingar á Grænlandi
  2. Efling rannsókna, þróunar og menntunar á sviði flutninga og vörustjórnunar
  3. Ísland verði þjónustumiðstöð á Norður-Atlantshafi

Þau fyrirtæki sem mynda flutninga- og hafnahóp Íslenska sjávarklasans og tóku þátt í mótun langtímastefnunnar eru: Akureyrarhöfn, Ekran, Eimskip, Faxaflóahafnir, Hafnarfjarðarhöfn, Isavia, Íslandsbanki, Icelandair Cargo, Icelandic Group, Landsbankinn, Lex, Mannvit, Jónar Transport, Kadeco, TVG Zimsen, Reykjaneshöfn, Stálsmiðjan og Samskip.In the fall of 2013, 18 businesses that cooperate in the Iceland Ocean Cluster’s logistics group put forward a joint strategy about logistics and transportation, for the first time in the history of the sectors. The strategy aims to increase Iceland’s competitiveness in logistics and was formed by airlines, shipping companies, ports and  related businesses. The strategy focuses on three main goals:

1. Iceland as a service and logistics hub in the Arctic ocean

2. Iceland as a service and logistics hub for Greenland’s growing industries

3. Promote R&D and education in logistics and transportation

The businesses that participated in forming the strategy are Port of Akureyri, Ekran, Eimskip, Iceland Associated Ports, Port of Hafnafjordur, Isavia, Islandsbanki, Icelandair Cargo, Icelandic Group, Landsbankinn, Lex, Mannvit, Jonar Transport, Kadeco, TVG Zimsen, Port of Reykjanes, Stalsmidjan and Samskip.

For more info contact Haukur M. Gestsson (haukur@sjavarklasinn.is).