Skráning er nú hafin á ráðstefnuna Flutningar á Íslandi til 2030.   Ráðstefnan, sem haldin verður í Hörpu 6. október n.k. er sú fyrsta á Íslandi sem fjallar um flutninga sem atvinnugrein hér á landi. Þar munu fulltrúar frá lykilaðilum í greininni ræða framtíðina, stefnumörkun, áskoranir og tækifærin í kring. Á ráðstefnunni fjallar Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra um stefnu Íslands og aðgerðir til að efla flutninga, Jens Boye, flotastjóri Royal Arctic Line um skipaflutninga á norðurslóðum og Gísli Gíslason, formaður Hafnasambands Íslands um nýja langtímastefnu íslenskra hafna. Að auki verða spennandi erindi frá Heiðari Má Guðjónssyni, fjárfesti og stjórnarformanni Eykon Energy, Eimskipi, Icelandair Cargo, Samskipum og Samgöngustofu, svo dæmi séu tekin.   Takmarkaður fjöldi miða er í boði og því hvetjum við áhugasama til að skrá sig sem fyrst.

Flutningar á Íslandi til 2030

Staður: Björtuloft, Hörpu

Stund: Mánudagurinn 6. október 2014 frá 8:00 til 14:00

Verð: 25.900 kr.

Íslenski sjávarklasinn stendur fyrir ráðstefnunni í samstarfi við Eimskip, Faxaflóahafnir, Hafnarfjarðarhöfn, KadecoIcelandair Cargo, Isavia, Íslandsbanka, OlíudreifinguSamtök atvinnulífsins og Samtök verslunar og þjónustu.