Út er komin skoðun Sjávarklasans sem að þessu sinni fjallar um þá góðu varnarsigra sem íslensk tæknifyrirtæki í sjávarútvegi hafa unnið síðustu misseri. Fram kemur að veltuaukning á síðasta ári hafi verið 10-15% og gert sé ráð fyrir 5-10% aukningu á þessu ári. Jafnframt hefur starfsfólki fjölgað en blikur eru á lofti vegna áframhaldandi óvissu um stjórnun fiskveiða og stöðu efnahagslífs í helstu viðskiptalöndum.

Hægt er að lesa skoðunina í heild sinni með því að velja Skoðun Sjávarklasans undir flipanum Fréttir hér að ofan eða smella hér.