Viltu skapa þín eigin tækifæri?

Ný önn hefst 14.september!

Við erum umkringd tækifærum og það þarf bara lítinn neista til að hrinda þeim í framkvæmd.

Sjávarakademían býður uppá nám fyrir verðandi frumkvöðla sem vilja þróa sína hugmynd innan Bláa Lífhagkerfisins undir leiðsögn sérfræðinga. Við leggjum áherslu á sjálfbærni, nýsköpun og tengingu við atvinnulífið.

Önnin verður kennd í 6 lotum þar sem við förum yfir alla þá helstu þætti sem þú þarft til að gera þína hugmynd að veruleika, allt frá hugmynd að viðskiptaáætlun.

Loturnar eru 3 dagar í senn, þriðjudaga-fimmtudaga og svo einn föstudag aðra hverja lotu þar sem við heimsækjum nýsköpunarfyrirtæki og kynnumst þeirra rekstri. 

Eftir eina önn eiga nemendur að hafa þekkingu á hvað bláa lífhagkerfið er og hvernig þau eiga að stofna og reka sitt eigið fyrirtæki innan þess. 

Önnin hefst 14.september og er umsóknarfrestur til 7.sept.

Námsgjöld eru 18.000kr per önn

Fyrir nánari upplýsingar hafið samband! Sendið póst á  sjavarklasinn@sjavarklasinn.is