This is a single blog caption

Sjávarakademían

Sjávarakademía Sjávarklasans

Opið fyrir umsóknir á næstu önn.
Umsóknarfrestur til 20.janúar

Námið er ein önn og markmiðið að veita markvissa fræðslu og þjálfun fyrir fólk, sem hefur áhuga á að nýta þau tækifæri sem felast í bláa hagkerfinu hérlendis.
Áhersla námsins er á að efla þekkingu á hráefni og vörum sem tengjast hafinu, vöruþróun, fjármögnun og rekstri, sölu- og markaðsmálum.  
Námið byggir á grunni námsbrautar Fisktækniskóla Íslands um hráefnisvinnslu, en þar að auki verður lögð mikil áhersla á vöruþróun, frumkvöðlaþjálfun, stofnun og rekstur fyrirtækja.  Námið höfðar til fólks með reynslu af vinnumarkaði, sem hefur áhuga á nýsköpun og stefnir á vinnu eða rekstur eigin fyrirtækis innan bláa hagkerfisins.   Lögð verður áhersla á kynningu á vörum og nýjum fyrirtækjum á hinum ýmsu sviðum sjávarútvegs og fiskeldis, allt frá vinnslu til vöruþróunar, markaðssetningu og sölu. 

Námið hefst í byrjun febrúar

Námsgjöld eru 18.000kr per önn

Skráning fer fram hér fyrir neðan.

Nánari upplýsingar gefur Sara Björk Guðmundsdóttir í síma 777-0148 eða sarabjork@sjavarklasinn.is 


 

Nafn

Kennitala

Heimilisfang

Netfang

Námsferill
Grunnskólapróf Í framhaldsskóla Stúdentspróf Háskólapróf 

Atvinna
Í námi Á vinnumarkaði Atvinnulaus Í eigin rekstri 

Símanúmer

Nám
Fjarnám Staðarnám