Hús sjávarklasans var formlega opnað að Grandagarði 16 í gær. Markmið hússins er að efla samvinnu tækni- og þjónustufyrirtækja sem tengjast sjávarútvegi með því að skapa umhverfi sem leiðir þau betur saman. Í húsnæðinu verða 11 fyrirtæki til að byrja með. Fyrirtækin sem um ræðir eru 3X Technology, Marel, Pólar Toghlerar, Thorice, Dis, Útvegsblaðið / Goggur útgáfufélag, Lögmar – Þórður Heimir Sveinsson hdl., Novo Food /Arctic fish, Sjávarútvegsþjónustan og Íslenski sjávarklasinn.

Á opnunarhátíðinni var jafnframt kynntur „Frumherjaveggur“, myndaveggur þar sem sjá má ýmsa frumkvöðla í tækni og þróun sjávarútvegs og tengdum greinum á síðustu árum og áratugum.

Í stuttri dagskrá fluttu þeir Hjálmar Sveinsson, formaður stjórnar Faxaflóahafna s.f. og Jóhann Jónasson framkvæmdastjóri 3X Technology stutt ávörp. Hjálmar sagði meðal annars frá fyrirhugaðri stækkun á húsinu í samvinnu við Íslenska sjávarklasann. Að auki rituðu þeir Þór Sigfússon, framkvæmdastjóra Íslenska sjávarklasans og Gísla Gíslason, hafnarstjóra undir leigusamning um húsnæðið.

Í lok formlegrar athafnar voru hringdir inn nýjir tímar með skipsbjöllunni úr Gullfossi. Það voru afburðanemendurnir Einar Pétur Eiríksson nemi í Skipstjórnarskólanum og Hafrún Dögg Hilmarsdóttir nemi í Sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri sem hringdu bjöllunni.

Íslenski sjávarklasinn og önnur fyrirtæki í Húsi sjávarklasans vilja þakka öllum fyrir komuna í gær og fagna með okkur þessum frábæru tímamótum.

Hér að neðan má líta nokkrar myndir frá opnunarhátíðinni.

[line]

[nggallery id=6]