Helstu niðurstöður í nýrri greiningu Sjávarklasans um nám sem tengist bláa hagkerfinu:

Aðsókn í háskólanám tengt sjávarklasanum á Íslandi hefur lítið breyst undanfarin 5 ár eftir umtalsverða aukningu árin þar á undan.

Miðað við þau tækifæri, sem Sjávarklasinn hefur hnykkt á að liggi í bláa hagkerfinu, þá þarf töluvert meiri aðsókn í nám tengt því til að nýta megi þau tækifæri hér innanlands á næstu árum og áratugum.

Sterkar vísbendingar eru vaxandi áhuga framhaldsskólanema á námi sem tengist nýsköpun, frumkvöðlastarfi og bláa hagkerfinu.  Svo virðist sem núverandi háskólanám sé ekki nægilega vel sniðið að áhugasviði þessa stóra hóps framhaldsskólanema. Verkefni háskólanna er að skapa farveg fyrir þennan stór hóp í háskólanám sem tengist nýsköpun og bláa hagkerfinu.

Greininguna má lesa í heild sinni hér