Sýningin Matur og nýsköpun var haldin í annað skipti þann 17. október sl í Húsi sjávarklasans. Íslenski sjávarklasinn í samstarfi við Landbúnaðarklasann stóð að sýningunni sem vakti mikla lukku meðal klasabúa, frumkvöðla og gesta. Á sýningunni í ár tóku rúmlega 20 frumkvöðlafyrirtæki þátt, en tilgangur Matur og nýsköpun er að kynna nýsköpunarfyrirtæki og sprota sem vinna að nýsköpun og framþróun í mat hér á landi.

Á Matur og nýsköpun í ár var m.a. hægt að finna ljótar kartöfluflögur, niðursoðinn lax, kollagen fæðubótaefni, wasabi, sælkerasinnep, ostasnakk og hinn forna drykk mjöður.

Alls mættu yfir 200 gestir á sýninguna sem gengu á milli bása til að smakka þessar spennandi vörur og til þess að kynnast því starfi sem matarfrumkvöðlar á Íslandi eru að vinna í dag.

Góð stemmning myndaðist á sýningunni eins og sjá má í þessu myndbandi:

 

Þáttakendur í ár voru:

Ankra    

Bone & Marrow

Foss distillery

Gagnsjá

Hraundís

IceMedico

Islandus Kruss

Jurt

Kombucha Iceland

Lava Cheese

Ljótu kartöflurnar

Maul

Móðir Jörð

Pure Natura

Ramen lab Reykavík

Reykjavík Foods

Sólakur

Öldur

 

Íslenski sjávarklasinn vill þakka frumkvöðlum og gestum innlega fyrir þátttökuna og komuna.

[Best_Wordpress_Gallery id=“7″ gal_title=“All Galleries“]

Myndir og myndband tók Bryndís Hrönn Kristinsdóttir.