The Ocean Supercluster var eitt fimm kanadískra klasaverkefna sem hlutu nýverið styrk frá kanadísku ríkisstjórninni til að efla nýsköpun og fjölga störfum á grundvelli klasahugmyndafræðinnar.

Kanadíska ríkisstjórnin hyggst verja 950 milljónum kanadadollara í þessi verkefni sem samsvarar um 100 milljörðum íslenskra króna.

Íslenski sjávarklasinn er einn af samstarfsaðilum Ocean Supercluster í þessu verkefni.

“Við erum spennt fyrir að taka þátt í þessari uppbyggingu. Við höfum átt gott samstarf við Kanada og höfum áhuga á að efla samstarf okkar og þeirra,” segir Berta Daníelsdóttir framkvæmdastjóri Íslenska sjávarklasans.  “Verkefnið passar einnig afar vel inn í annað samstarf sem við höfum byggt upp með systurklösum okkar í Bandaríkjunum.”

Í samstarfssamningi á milli klasanna er meðal annars kveðið á um tækifæri fyrir frumkvöðla að fara á milli landanna og hafa þannig aðgang að aðstöðu á fleiri en einum stað, eflingu tengslanets og möguleika á samstarfi um vöruþróun og tækifæri fyrir íslenska aðila að koma vörum sínum á framfæri.

Ocean Supercluster