Það má með sanni segja að í dag sé merkisdagur en núna eru liðin 6 ár frá því að Hús sjávarklasans opnaði dyr sínar.

Fyrstir til að koma í húsið voru 3X, ThorIce, Pólar Togbúnaður, Novo Food, Dis og Sjávarútvegsþjónustan og gaman er að segja frá því að einungis tvö þessara fyrirtækja hafa flutt starfsemi sína og var það vegna stækkunar hjá þeim. Fljótlega eftir opnun var fyrsta frumkvöðlasetrið sett á laggirnar með aðstoð dyggra stuðningsfyrirtækja sem voru og eru ennþá Brim, Icelandair Cargo, Eimskip og Mannvit. Mörg fyrirtæki sem byrjuðu sem hugmyndir í frumkvöðlasetrum Sjávarklasans hafa náð miklu flugi og eru í dag orðin með stærri fyrirtækjum innan okkar raða.

Á þessum sex árum hefur mikið vatn runnið til sjávar og núna eru yfir 70 fyrirtæki í húsinu og um 120 starfsmenn.

 

district-turquose-sky