Í byrjun september kom hópur athafna- og stjórnmálafólks frá Avannaata á nyrsta hluta Grænlands í heimsókn í Sjávarklasann. Grænlendingar hafa mikinn áhuga á starfsemi klasans og sjá tækifæri til að nýta frekar okkar þekkingu heima fyrir. Í heimsókninni voru margar hugmyndir ræddar um mögulega áframvinnslu á sjávarafurðum og tækifæri á framtíðar samstarfi.